IKEA á Íslandi hefur ákveðið að vera í fararbroddi fyrirtækja og verslanamiðstöðva á Íslandi í að bjóða viðskiptavinum upp á hleðslustæði fyrir rafbíla. Frá því að fyrsta hleðslustöðin var sett upp fyrir utan verslunina sumarið 2014 fjölgaði þeim hratt og með nýjustu viðbótinni, sem unnin var í samstarfi við fyrirtækið Hlaða, eru hleðslustæðin orðin 50 og hleðslan er ókeypis. Þess fyrir utan eru tíu stæði ætluð starfsfólki IKEA og þeim fjölgar á næstunni.
Þar að auki eru tvö nýju stæðanna breiðari og merkt fötluðum og eru það fyrstu hleðslustæðin á landinu sem eru sérstaklega ætluð fötluðum. Það er von okkar að hleðslustæðin verði hvatning til bæði almennings að ráðast í að skipta yfir í þennan umhverfisvænni ferðamáta og til fyrirtækja og stofnana að efla enn frekar hleðslustöðvanetið til að fljótlega verði skortur á þeim ekki lengur hindrun fyrir fólk sem vill aka rafbíl.
Rafhleðslustæði IKEA

Fyrir alla, góð þjónusta og umhverfissjónarmið

Hugsunin að baki því að bjóða rafbílaeigendum upp á fría hleðslu er í raun margþætt. Í fyrsta lagi samræmist sú ákvörðun að vera í fararbroddi í þessum málum grunnhugmyndafræði IKEA afar vel en hún er að gera daglegt líf þægilegra fyrir sem flesta. Með því að taka þá afstöðu að rafmagnsbílar séu framtíðin og að sem flestir komi til með að aka þeim þá erum við að segja að þeir séu fyrir alla – alveg eins og IKEA er fyrir alla. Hleðslustæðin eru svo auðvitað viðbót við þá þjónustu sem IKEA býður viðskiptavinum sínum, og ef viðskiptavinir nærliggjandi fyrirtækja njóta einnig góðs af þá er það í góðu lagi.
Við viljum fjarlægja hindranir og rafhleðsla, eða skortur á henni, getur verið hindrun fyrir fólk að koma til okkar, eða komast leiðar sinnar yfirleitt. Í þriðja lagi er samfélagsábyrgð fyrirtækisins tekin alvarlega og alltaf reynt að gera betur í þeim málum. Umhverfisvernd er afar brýnt samfélagsmál sem IKEA leggur mikla áherslu á, hvort sem litið er til vara fyrirtækisins, reksturs eða annars og hleðslustæðin hvetja fleiri til að skipta yfir í þennan umhverfisvænni ferðamáta.
Rafhleðslustæði IKEA
Rafhleðslustæði IKEA
Rafhleðslustæði IKEA
Rafhleðslustæði IKEA

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X