Saga
Ef þú stundar ekki tölvuleikjaspil getur verið að þú eigir börn sem gera það. Tölvuleikjaspil fara sigur um heiminn og auðvitað ætti IKEA að bjóða upp á húsgögn sem henta. Hvernig setja spilarar upp aðstöðu til tölvuleikjaspilsins og hvað þurfa þeir til að finna fyrir þægindum og stuðningi. Það urðum við að vita þegar við hönnuðum FREDDE skrifborðið. Hvernig fórum við að því? Við spurðum tölvuleikjaspilara.
David Wahl er ekki bara einn af hönnuðunum okkar, hann er líka tölvuleikjaspilari. Auðvitað fékk hann verkefnið. „Þegar ég byrjaði að spila tölvuleiki þurfti að tryggja að einhverjir af vinunum væru lausir og einhver hefði kost á að bjóða heim, svo var haldið af stað með stjórnborðið undir hendinni,“ segir David. „Nú er alveg jafnlíklegt að þú sért að spila með fólki frá Shanghai, Sidney eða Stokkhólmi.
Uppsetning stjórnstöðvar
Einn kosturinn við það að tölvuleikir hafa færst úr sjónvarpinu eða fjölskyldutölvunni er sá að spilarinn getur sett upp rými sem er aðlagað að leiknum og því sem hann hefur upp á að bjóða. „Stór hluti tölvuleikjaspils er heildarupplifunin,“ segir David. „Þess vegna var mitt fyrsta verk að taka úr borðplötunni svo hægt væri að vera nær skjánum og fá þessa stjórnstöðvartilfinningu, en á sama tíma fá vera með góðan stuðning við handleggina.“
Hannað til að vera aðlagað
Þú kemur hátölurum, 32“ skjá, og nokkra minni skjái í hillu sem hægt að stilla hæðina á. David var einnig með persónulega ósk. „Ég elskaði leiki þar sem maður var í ökuhermi og þurfti að nota fótstig eins og á alvöru bíl,“ segir hann. „Það pirraði mig samt mikið að það var alltaf fullt af snúrum og öðru að þvælast fyrir fótstigunum og því hannaði ég FREDDE skrifborðið þannig að þar væri engin fyrirstaða.“
Stoltur hönnuður
David er ánægður með að tölvuleikjasamfélagið hefur gert skrifborð að sínu. „Myndaleit að FREDDE sýnir hve mikið af fólki aðlagar skrifborðið að eigin þörfum og býr til fullkomið leikjarými, sem er nákvæmlega það sem ég vonaðist eftir.“