Saga
Lítur bílskúrinn þinn stundum út eins og hluti af horfinni siðmenningu? Staflar af málningardósum umhverfis bílinn, íþóttabúnaður sem engin notar og kassar með gleymdum áhugamálum. Lina Ringefelt vöruhönnuður hjá IKEA vildi leysa úr þessum vanda. Útkoman: Sterkbyggðu BROR hirslurnar.
Lína og samstarfsfólk hennar könnuðu þarfir fólks þegar það kemur að nýtingu bílskúrsins og komust að því að fólk vill allt frá fullútbúnum tómstundaherbergjum að stað til að umpotta og bílaviðgerða, ásamt því að geyma allt frá stærri verkfærum að árstíðabundnum búnaði. Margir vilja einnig opnar, lokaðar og læsanlegar hirslur sem þola mikinn þunga
Að hanna mjög sterka hirslu
„Ég fékk innblástur að hönnuninni af sígildum iðnaðarhúsgögnum, sem notuð voru í verksmiðjum á sjötta áratugi síðustu aldar, ásamt Mekkanó smíðaleikföngum,“ segir Lina. „Hugmyndin var að búa til fallegar hirslur sem gætu borið tvöfalt á við aðrar hirslur sem við framleiddum á þeim tíma.“ Verkfræðingurinn Philip Nedergaard gekk úr skugga um að hirslan þyldi það sem henni var ætlað að bera. „Til að prófa hirslurnar notuðum það sem kallað er „verstu mögulegu aðstæður“ og hlóðum þær með pokum fylltum steinum til að sjá hvort þær gætu í raun borið nánast hvað sem þér gæti dottið í hug að geyma í bílskúrnum,“ segir hann.
Útlit og hagkvæmni sameinað
Útkoman er stillanleg hirslulína með opnum og lokuðum hirslum ásamt hjólavagni sem bæði er hægt að nota sem færanlega hirslu og vinnustöð. En hugsanlega er helsti kostur línunnar sá að hún nær að sameina fallega hönnun með notagildi. BROR er auðveldlega einnig hægt að nota inni á heimilinu.