1.1 Af hverju er stundum erfitt að fá aðstoð hjá IKEA?

Stefna okkar er að viðskiptavinurinn fái að versla í friði fyrir ágengum sölumönnum. En ef þig vantar upplýsingar, ábendingar eða aðstoð þá eru starfsmenn okkar við þjónustuborð víðs vegar um verslunina.


1.2 Af hverju eru sumir hlutir búnir á lager?

Við leggjum okkur fram um að hafa allar vörur á lager sem eru í vörulistanum okkar en vegna gífurlegrar eftirspurnar eru sumar vörur ekki alltaf til á lager. Yfirleitt getum við þó áætlað hvenær varan verður aftur fáanleg.


1.3 Er hægt að láta setja vöru saman fyrir sig?

IKEA vörur er yfirleitt létt að setja saman og þarf engin sérstök tól eða tæki til verksins. Með því að setja húsgögnin saman sjálf/ur sleppurðu við að borga þann hluta vöruverðsins sem annars færi í að greiða fyrir samsetninguna. Jafnvel þó að það geti stundum verið tímafrekt að setja vöruna saman - þá hefur þetta fyrirkomulag þann kost að þú getur fengið húsgögnin heim með þér strax.

En ef þú vilt getum við látið setja sumar vörur saman fyrir þig gegn vægu gjaldi. Við setjum hinsvegar ekki saman innréttingar og skápa.


1.4 Get ég skilað vörum?

Til að fá fullt andvirði vöru endurgreitt í formi inneignarnótu þarf hún að vera ónotuð og í heilum umbúðum. Einnig þarf að sýna kassakvittun eða gjafamiða, sem hægt er að fá við afgreiðslukassann við kaup.

Ef varan er samsett, eða ef umbúðir vantar eða þær eru skemmdar, þá fæst 70% af kaupverði vörunnar í formi inneignarnótu. Einnig þarf að sýna kassakvittun eða gjafamiða. Ef skilareglur eru ekki uppfylltar áskilur IKEA sér rétt til að hafna vöruskilum. Ekki er hægt að skila plöntum, matvöru, metravöru, ljósaperum (nema í innsigluðum plastumbúðum) eða vörum úr Umbúðalaust. Þessar skilareglur takmarka ekki lögbundna neytendavernd.


1.5 Hvar eru IKEA verslanir fyrir utan á Íslandi?

Verslanir IKEA eru í mörgum löndum.  Skoðið alþjóðlegu heimasíðuna okkar www.ikea.com


1.6 Hvar eru IKEA vörur framleiddar?

Þó svo að yfirbragð vörulínu okkar sé augljóslega sænskt/skandinavískt, erum við með um 2.000 birgja í yfir 50 löndum sem framleiða vörurnar okkar.


1.7 Hver á IKEA?

IKEA með sínar sænsku rætur, er byggð á einkaleyfum (franchise). Inter IKEA Systems B.V. sem staðsett er í Delft í Hollandi er eigandi og einkaleyfishafi IKEA hugmyndafræðinnar. Verslanir IKEA eru starfræktar í 37 löndum.

IKEA á Íslandi er fjölskyldufyrirtæki í einkaeigu.


1.8 Hver er IKEA hugmyndafræðin?

Hugmyndafræði IKEA er að gera daglegt líf fólks þægilegra. Það er gert með því að bjóða upp á breitt úrval af vel hönnuðum og hagnýtum húsbúnaði á svo lágu verði að sem flestir hafi efni á að kaupa hann.


1.9 Hver er afgreiðslutími IKEA?

Skoðaðu afgreiðslutímann hér


1.10 Hvernig heldur IKEA verði svona lágu?

Við gerum okkar og þú gerir þitt til að halda gæðunum háum á lágu verði. Hagkvæmni í hönnun svo að varan komist í flatar pakkningar, innkaup í miklu magni, þú setur vöruna saman sjálf/ur o.fl., allt eru þetta atriði sem stuðla að því að halda niðri kostnaði. Þetta þýðir að saman getum við skapað betra hversdagslíf fyrir fjöldann.


1.11 Hvernig kem ég stóru hlutunum heim?

Flestar IKEA vörur eru í flötum pakkningum til að auðvelda þér að koma þeim heim. Einnig bjóðum við upp á heimsendingaþjónustu og ef þú vilt hringja sjálfur á sendibíl er sími til þess staðsettur fyrir framan heimsendingaþjónustuborðið.


1.12 Hvers vegna ætti ég að sjá um að flytja húsgögnin heim?

Þú hefur örugglega heyrt um búðir sem bjóða upp á ókeypis heimsendingarþjónustu. „Ókeypis“ þýðir nú samt yfirleitt að sendingarkostnaðurinn hefur verið reiknaður inn í verð vörunnar.

Það er auðvelt að fara með vörurnar frá okkur heim. Þeim er pakkað í flata pakka sem auðvelt er að koma fyrir í bílnum. Ef þú sérð þér ekki fært að flytja vörurnar sjálf/ur bjóðum við heimsendingu gegn lágu gjaldi.


1.13 Hvers vegna fer IKEA illa með vörurnar?

Næstum öll IKEA húsgögn eru prófuð samkvæmt ströngum alþjóðlegum stöðlum. Þau þola álag vegna þess að við prófanirnar er hermt eftir raunverulegum uppákomum eins og þegar krakkar hoppa á sófum og þegar skúffur eru opnaðar tíu sinnum á dag. Þetta er gert til að við getum verið fullviss um að vörurnar okkar endist vel.

Gæðaprófanir eru hluti af þeirri stefnu okkar að bjóða upp á vel hannaðar og hagnýtar vörur á lágu verði fyrir alla. Við fundum út að ef vörurnar þola svona meðferð hjá okkur muni þær örugglega þola ýmislegt hjá þér.


1.14 Hvers vegna þrjóskast IKEA við að hafa alla pakka flata?

Hjá IKEA hönnum við húsgögnin yfirleitt þannig að hægt sé að pakka þeim í flata kassa. Lager- og flutningskostnaður okkar lækkar umtalsvert, einfaldlega vegna þess að við flytjum ekki loft á milli staða. Og af því að við kaupum inn í miklu magni fáum við magnafslátt sem síðan skilar sér til þín.


1.15 Hvers vegna þarf ég að setja húsgögnin saman?

Jafnvel þó að það sé stundum snúið þá þarftu þó ekki að greiða fyrir samsetninguna.


1.16 Hvers vegna búa hönnuðir okkar til verðmiðann fyrst?

Hönnuðir hjá IKEA þurfa alltaf að hafa í huga að þeir eru að hanna gæðavöru á lágu verði.


1.17 Hvers vegna framleiðum við svona mikið af öllu?

Með því að láta framleiða fyrir okkur í stóru upplagi, fáum við góðan magnafslátt sem síðan skilar sér í veskið þitt.


1.18 Má selja IKEA vörur í öðrum verslunum?

Nei, öll endursala á IKEA vörum er óheimil. IKEA verslanir um allan heim selja eingöngu IKEA vörur og eingöngu IKEA verslanir mega selja IKEA vörur. Þannig eru viðskiptavinum tryggð sömu gæði, þjónusta og lága verð hvar sem þeir kaupa sínar IKEA vörur.


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X