Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar
Close
Fara í körfu
Close

LYSKRAFT línan er komin!

Sígildar IKEA vörur, hakkaðar af Scholten & Baijings.

Sífellt fleiri leyfa sköpunargáfunni að njóta sín og gefa IKEA vörum nýtt útlit með því að breyta og bæta. Við erum hæstánægð með það. Við þróun á vöruúrvalinu datt okkur því í hug að taka djarft skref og biðja hollenska hönnunartvíeykið Scholten & Baijings að spreyta sig á sígildum heimilisvinum frá IKEA. Við skeyttum saman stöðug- og áreiðanleika hinna ástsælu KLIPPAN og POÄNG, og ferskum og litríkum nútímastíl sem einkennir Scholten & Baijings. Niðurstaðan er LYSKRAFT, lína af aukahlutum sem hannaðir eru til að færa KLIPPAN og POÄNG nýtt líf, ásamt nýjum vörum sem færa heimilinu leikandi léttleika.

Skoðaðu LYSKRAFT línuna

Skoðaðu LYSKRAFT á Pinterest

Stóll og sófi
LYSKRAFT diskar

Scholten og Baijing

Hollenska hönnunartvíeykið, Stefan Scholten og Carole Baijings, eiga sína eigin vinnustofu og hönnunarstúdíó í Amsterdam. Þau hafa verið starfandi í tvo áratugi og vinna með ólíka hluti, allt frá húsgögnum og postulíni til óformlegrar hönnunar. Verk þeirra einkennast af persónulegri sýn á nytjahluti auk notkunar á litum og mynstrum ásamt natni við smáatriði. Með einstakri nálgun hönnuðu þau línu sem fæst í takmörkuðu magni og færir sígildum IKEA heimilisvinum nýtt líf. Þau hönnuðu LYSKRAFT – línu sem inniheldur endurnýjaðar sígildar IKEA vörur með handbragði Scholten & Baijings.

„Hönnunarferlið hjá okkur er svolítið frábrugðið annarra. Við vinnum meira eins og listamenn því við reynum alltaf að prófa nýjar leiðir og nálganir, sem heldur ferlinu fersku og síbreytilegu.“

- Carole Baijings

Scholten og Baijings
LYSKRAFT glös

LYSKRAFT línan sameinar nútímann og tvo ástsælustu heimilisvinina úr vöruúrvali IKEA. Hún er blanda af stöðugleika og áreiðanleika, og nýtískulegra og litríkra einkenna.