Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar

SAMMANHANG línan er komin!

Gerðu safninu hátt undir höfði

SAMMANHANG vörur

Það er kominn tími til að fagna hlutunum þínum og gera þeim hátt undir höfði. Í dag finnur fólk gjarnan fyrir utanaðkomandi þrýstingi til að eiga minna. Jafnvel þó hlutirnir búi yfir tilfinningalegu gildi dreymir þig hugsanlega um að rýma til á hillunum þínum. Það eru fleiri í þínum sporum.

Hvað ef tískan snérist þó ekki um að eiga minna, heldur um að safna án samviskubits? Það eru góðar og gildar ástæður fyrir því að halda í hluti og hafa þá til sýnis frekar en að losa sig við þá. Oft söfnum við hlutum því þeir veita okkur gleði, þeir færa okkur tilfinningu fyrir friði og skipulagi í þessum kaotíska heimi og þeir færa núið örlítið nær fortíðinni.

SAMMANHANG línan er ekki hér til að dæma þig fyrir að elska að safna hlutum og hún er ekki hér til að stela sviðsljósinu frá safninu þínu. Hún er hér til að láta það líta betur út – til að fagna þínum persónulegu munum.

Skoðaðu SAMMANGANG línuna

Skoðaðu SAMMANGANG á Pinterest

SAMMANHANG standur fyrir útstillingar

Settu það í SAMMANHANG

Orðið „sammanhang“ þýðir „samhengi“ á sænsku en það er einmitt það sem línan snýst í raun um; að setja safnið þitt í samhengi.

SAMMANHANG bakkastandur
SAMMANHANG gleröskjur
SAMMANHANG öskjur með loki
SAMMANHANG sófaborð

Hvernig safnari ert þú?

Sama hvernig týpa þú ert eða hvernig heimili þitt er, leynist hugsanlega safnari í þér – stórtækur eða minimalískur. Við undirbúning á línunni heimsóttum við fjóra ólíka safnara til að læra meira um söfnunaráhuga þeirra. Við heimsóttum sérvitran safnara, hugvitssaman safnara, sjálfsævisögulegan safnara og minimalískan safnara. Kynnumst þessum ólíku einstaklingum: