Close

SLADDA hjól

Það er IKEA sérstök ánægja að bjóða SLADDA reiðhjólið velkomið í vöruúrvalið. SLADDA er hjól fyrir bæði kynin, það krefst lítils viðhalds og svo fást ýmsar viðbætur sem auka öryggið og notagildið til muna. SLADDA er heilsusamlegur kostur í verslunarleiðangurinn, vinnuna eða bæjarrúntinn.
Smelltu hér til að skoða SLADDA línuna.

sladda hjól
sladda bögglaberi
sladda

Sjálfbærni á tveimur hjólum

Fólksfjöldi í þéttbýli eykst hratt um allan heim og því eykst þörfin fyrir sveigjanlegar og umhverfisvænar samgöngur. Hugmyndin að SLADDA kviknaði í Kaupmannahöfn sem er ein af hjólavænstu borgum í heimi. Hjólið er úr sterkbyggðum álramma, notendavænt og nánast viðhaldsfrítt. Allt sem SLADDA þarf er sterka vöðva og það stuðlar því að virkum og heilsusamlegum lífsstíl. Einfaldlega umhverfisvænna hversdagslíf.

sladda hjólavagn
sladda pumpa
sladda karfa

Einfalt og notendavænt

Oskar Juhlin, hönnuður og reiðhjólakappi úr hönnunarteymi SLADDA kemst svo að orði: „Mér finnst hefðbundnir reiðhjólaframleiðendur hafa tilhneigingu til að gera hjólin of flókin og tæknileg. Við vildum gera eitthvað einfaldara og notendavænna, án þess að fórna gæðunum.“

sladda reiðhjól
sladda bremsudiskur
sladda
sladda reiðhjól

Hugvitssöm hagkvæmni

SLADDA hjólið er nánast viðhaldsfrítt. Álgrindin er ryðfrí og í staðin fyrir olíusmurðar keðjur er hjólið með beltadrifi. Beltadrif hafa lengi verið notuð í mótorhjól en á síðustu árum hafa þau í auknum mæli verið notuð af reiðhjólaframleiðendum en þá alltaf sem dýrari kostur í stað keðjunnar. Þar sem IKEA framleiðir vörur í miklu magni þá getum við boðið upp á hágæðahjól með beltadrifi á ótrúlega lágu verði.

sladda karfa
sladda reiðhjól
sladda reiðhjól
sladda reiðhjól