Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar

STOCKHOLM 2017

STOCKHOLM 2017 sófi

Nýja STOCKHOLM línan er komin!

Loksins er nýja STOCKHOLM línan komin. Vandlega valið safn af vörum sem hannaðar eru til að passa við það sem þú átt heima og unnið úr náttúrlegum hráefnum eins og reyr, handblásnu gleri og aski. Skandinavísk nútímahönnun í hæsta gæðaflokki hvað varðar lögun, virkni og hráefni. Hannað til að nota og njóta alla daga.

Skoðaðu STOCKHOLM 2017 línuna

STOCKHOLM 2017 lampi
STOCKHOLM 2017 húsgögn
STOCKHOLM 2017 vasi
STOCKHOLM 2017 skálar
STOCKHOLM 2017 sófi

Hægt og rólega

Heimurinn virðist vera á hraðferð: ferðalög, samskipti, verslunarleiðangur, félagslíf, vinna, matreiðsla og borðhald, allt er þetta gert með meiri hraða en nokkru sinni fyrr.

Nýja STOCKHOLM línan dregur fram og fagnar því gagnstæða, hún sýnir okkur ávinninginn í gæðum og verðmætum sem fæst með því að vinna hlutina hægar og lifa hægar.

Alvöru þægindi fyrir alla fjölskylduna

Sjáðu nýja STOCKHOLM sófann: hann er stór og rausnarlegur, djúpur með fullt af púðum. Hann er eiginlega ekki eins og sófi, heldur meira eins og hreiður fyrir alla fjölskylduna. Þetta er vörulína sem tekur þægindi alvarlega.

STOCKHOLM 2017 hægindastóll
Börn hoppa í STOCKHOLM 2017 sófa

Handverk fyrir fjöldann

Í gegnum STOCKHOLM línuna svífur persónulegur blær. Í Svíþjóð er sterk hefð fyrir því að handblása gler og við erum stolt af úrvali okkar af handblásnum vörum eins og karöflum, skálum og framreiðslufötum í vörulínunni.

„Ég vona að mynstrin mín geti hjálpað til við að skapa sama jafnvægi á heimilinu og nálægð við náttúruna gerir.“ Hlustaðu á hönnuðinn Hanna Dalrot í sveitasælunni, þar sem hún ólst upp, segja frá vinnu sinni við línuna.

STOCKHOLM 2017 lampi