Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar

Að versla í IKEA

Hugmyndafræði IKEA er að gera daglegt líf fólks þægilegra. Það er gert með því að bjóða upp á breitt úrval af vel hönnuðum og hagnýtum húsbúnaði á svo lágu verði að sem flestir hafi efni á að kaupa hann.

Oft er fallega hannaður húsbúnaður gerður fyrir lítinn hluta fólks, þann litla hluta sem hefur efni á slíku. Frá byrjun hefur IKEA tekið aðra stefnu. Við tökum afstöðu með fjöldanum.

IKEA innkaupakarfa

Fyrst leggjum við okkar af mörkum.

Hönnuðir okkar vinna með framleiðendum við að finna sniðugar aðferðir við gerð húsbúnaðar með því að nota þær framleiðsluaðferðir sem fyrir eru. Þá leitar innkaupafólk okkar út um allan heim að góðum birgðasala sem býður upp á viðeigandi hráefni. Síðan kaupum við í mjög miklu magni þannig nýtum við hagkvæmni stærðarinnar og getum boðið þér lægsta verðið.

Svo leggur þú þitt af mörkum.

Með því að nota IKEA-vörulistann og koma í verslunina okkar getur þú valið húsbúnaðinn sjálf/ur og tekið hann til í sjálfsafgreiðslunni. Þar sem flestar vörur eru pakkaðar í flatar umbúðir getur þú auðveldlega komið þeim heim og sett þær saman. Við látum þig ekki greiða fyrir það sem þú getur auðveldlega gert upp á eigin spýtur. Þannig spörum við saman … fyrir þægilegra hversdagslífi.


IKEA

Hjólastólar

Í anddyri verslunarinnar er hægt að fá lánaðan hjólastól og innkaupakerru á hjólastól.


IKEA

Þjónusta fyrir börnin

Börn eru velkomin í IKEA. Við bjóðum upp á sérmerkt fjölskyldubílastæði nálægt versluninni, ókeypis barnagæslu, leiksvæði um alla verslunina, barnamatseðil, barnamat, smekki, barnastóla og pelahitun á veitingastaðnum og ungbarnaaðstöðu á báðum hæðum. Verið velkomin!

Nánari upplýsingar um Småland


IKEA

Rafhleðslustæði IKEA

Þú hleður rafbílinn frítt á meðan þú verslar. Nú eru 60 hleðslustæði við IKEA. Við segjum að rafbílar séu fyrir alla rétt eins og IKEA er fyrir alla.

Nánari upplýsingar um rafhleðslustæði IKEA


IKEA

Innpökkunarborð

Þér er velkomið að pakka inn gjafavörum á innpökkunarborðinu við útganginn.