Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar


IKEA

Meðan á afmælisgleðinni stendur verður fjöldi vara á tilboðsverði. Fylgstu með, það verða ný tilboð í hverri viku.

Tilboðstímabilin eru þessi:

  • 26. ágúst til 1. september
  • 2. september til 8. september
  • 9. september til 19. september


Á efri hæð verslunarinnar getur þú stillt þér upp á forsíðu eldri vörulista og tekið mynd. Sjáðu hvaða ár fer þér best og deildu með vinum þínum.

IKEA

IKEA

Stjarnan á veitingastaðnum, kjötbollan, verður sett í sparibúning í sérstökum afmælisrétti á aðeins 595,- Þar að auki fylgja tvær grænkerabollur með hverjum skammti. Þær eru ekki síður ljúffengar en kjötbollurnar og hafa mun lægra kolefnisspor.


Frostpinni fylgir öllum réttum af barnamatseðli. Frostpinnarnir eru einnig til sölu á 95,-

IKEA


#IKEAheima Heimilið er okkar ær og kýr og við elskum að sjá hvernig fólk kemur IKEA vörunum fyrir á sínu heimili. Við viljum því endilega sjá myndir af IKEA vörum heima hjá þér. Deildu þeim með okkur á Instagram eða Facebook með myllumerkinu #IKEAheima og þú gætir unnið 40.000,- gjafakort í IKEA.

IKEA

IKEA

Við bregðum á leik með börnunum í versluninni með risaeðluratleik. Grípið þátttökuseðil og skellið ykkur í risaeðluleiðangur í versluninni. Tíu vinningshafar verða dregnir út sem fá 5.000,- gjafakort í IKEA.


Lukkuhjól IKEA skýtur upp kollinum reglulega á afmælistímanum. Þar geta gestir snúið hjólinu og unnið ýmsa skemmtilega vinninga. Fylgstu með á Facebook og Instagram – við látum vita samdægurs hvenær lukkuhjólið verður í gangi.

IKEA

IKEA

Leikföngin lifna víst ekki við í raun og veru, en tæknin gerir okkur kleift að sjá þau dansa og leika sér! Nú lifna vinsælustu mjúkdýrin okkar við á Instagram story. Náðu í pönduna, apann og hákarlinn í snjalltækið þitt og dansaðu með þeim í netheimum.


Þú getur tekið með þér hráefni í afmælisköku og sett hana saman heima – að hætti IKEA. Þú færð TILLSAMMANS kökublönduna í sænska matarhorninu og í vefverslun á aðeins 375,-

IKEA

IKEA

Skreyttu TILLSAMMANS kökuna þína, taktu mynd af henni og deildu með okkur á Instagram eða Facebook með myllumerkinu #IKEAkaka. Flottasta kakan verður valin 20. september og vinningshafinn hlýtur 10.000,- gjafakort í IKEA ásamt veglegri gjafakörfu af bökunarvörum.


Hver er uppáhaldsvaran þín frá IKEA? Við efnum til vinsældakeppni á Instagram story og krýnum uppáhald Íslendinga í lok afmælisins.

IKEA

IKEA

Saga IKEA er stórmerkileg en hún hófst í Smálöndum Svíþjóðar árið 1943. Skoðaðu sögu IKEA frá upphafi til dagsins í dag!