Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar

Atvinna

Vinnustaðurinn

Í dag eru IKEA verslanir tæplega 440 talsins í 52 löndum. Þar af starfa um 460 manns hjá IKEA á Íslandi, ýmist í hlutastarfi eða fullu starfi. Þessi stóri hópur starfsmanna vinnur daglega að því sameiginlega markmiði „að gera daglegt líf fólks þægilegra fyrir sem flesta“, sem er okkar hugmyndafræði.

Starfsemi fyrirtækisins býður upp á skapandi og skemmtileg störf í lifandi alþjóðlegu umhverfi þar sem miklir möguleikar eru á að þróa sig og vaxa í starfi. Deildir fyrirtækisins eru margar og störf því fjölbreytt.

Verslun IKEA á Íslandi
Starfsmaður að afgreiða viðskiptavini

Mannauður IKEA

Góður árangur IKEA byggir á mannauði fyrirtækisins. Metnaðarfullt, vinnusamt, jarðbundið og jákvætt starfsfólk sem er tilbúið að leggja sig fram og sýna frumkvæði er okkar auður. Mismundandi þekking, reynsla og hæfni starfsmanna er undirstaða að farsælum rekstri. Lesa meira

Deildir og starfsemi

Það krefst starfskrafta hundruða einstaklinga að skapa hagnýta hönnun á góðu verði sem gerir daglegt heimilislíf einfaldara. Hér að neðan er lýsing á starfsemi þeirra deilda sem IKEA verslun samanstendur af. Lesa meira

Starfsfólk í vinnu
Fólk að vinna saman.

Menning og gildi

Við erum fjölbreyttur hópur af jarðbundnum og hreinskiptum einstaklingum með ástríðu fyrir húsbúnaði. Við komum víðsvegar að en deilum ákveðinni sýn: „Að gera daglegt líf þægilegra fyrir sem flesta.“ Lesa meira

Jafnlaunastefna IKEA á Íslandi

IKEA á Íslandi skuldbindur sig til að greiða jöfn laun og sömu kjör fyrir sambærilega frammistöðu og jafnverðmæt störf óháð kyni, kynþætti eða öðrum órökstuddum viðmiðum.  Lesa meira

Skjalataska hangandi á skrifborði
Blaktandi IKEA fánar

Laus störf hjá IKEA

Ef þú hefur náð 18 ára aldri, þykir starfsemi IKEA spennandi og ert jákvæður og metnaðarfullur einstaklingur, fylltu þá endilega út umsókn. Lesa meira