Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar
Close

Þvílíkt lán!

 

Núna geta viðskiptavinir IKEA fengið lánaðan Mitsubishi Outlander PHEV, umhverfisvænan bíl frá HEKLU, í tvær klukkustundir án endurgjalds til að flytja IKEA vörurnar heim.

Outlander PHEV gengur fyrir bæði rafmagni og bensíni og er því umhverfisvænn farkostur sem er jafnframt einkar rúmgóður. IKEA hefur verið í fararbroddi þegar kemur að hleðsluaðstöðu fyrir viðskiptavini og nú eru 60 hleðslustöðvar fyrir rafmagns- og tengiltvinnbíla við verslunina. Það er því afar ánægjulegt að geta boðið viðskiptavinum upp á þessa nýju leið við að koma vörunum heim á vistvænni hátt.