Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar

Fjórar leiðir til að nota BJÖRNARP útstillingakassann

Glær útstillingakassi er eins og lítið safn fyrir þýðingamikla hluti. Notaðu þessar hugmyndir til að slaka á, spara pening, gera gott við þig og rifja upp góðar stundir.

Skoðaðu BJÖRNARP útstillingakassann

Sandur og strandarhlutir í BJÖRNARP útstillingakassa

1.

Búðu til þína eigin strönd og leyfðu huganum að flakka til fjarlægra landa. Settu sand í kassann og bættu við strandarhlutum eins og dúkkustól, regnhlíf í hanastél og sundlaug (eða bollakökuformi). Þú getur einnig lokað kassanum svo að sandurinn renni ekki úr honum.

Mynd af skó og peningar í BJÖRNARP útstillingakassa

2.

Vantar þig hvatningu til að leggja fyrir? Hafðu fyrir augum það sem þú ert að safna fyrir og hversu miklu þú hefur safnað. Þegar þú nærð markmiðinu skiptir þú um mynd og byrjar aftur.

Sælgæti í BJÖRNARP útstillingakassa

3.

Gerðu þér nammibar. Fylltu kassann af eftirlætissælgætinu þínu (það er auðveldast að fylla kassann þegar hann er á fótunum) Renndu upp hliðinni og nældu þér í góðgæti – eða gríptu nokkra mola ef þeir renna úr!

Ýmsir hlutir í BJÖRNARP útstillingakassa

4.

Gerðu minningunum hátt undir höfði. Raðaðu í hann minjagripum, ljósmyndum, boðskortum og öðru slíku frá sérstökum augnablikum eins og brúðkaupum, veislum eða fríum. Útstillingakassinn stillir fram gleðistundum og varðveitir minningarnar þínar.