Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar

Borðbúnaður fyrir öll tilefni

Borðbúnaður er einn af þessum ómissandi hlutum sem notaðir eru á hverjum degi og því er mikilvægt að vanda valið. Hann þarf að vera endingargóður og svo þarf að velja útlit. Viltu hafa hann stílhreinan og sígildan eða í lit og mynstraðan? Viltu kannski bæði? Þú þarft ekki ákveða þig, það getur verið skemmtilegt að blanda ólíkum borðbúnaði saman.

SOMMARLIV

SOMMARLIV línan er eins og ferskur blær í veislur sumarsins. Bjartir, suðrænir litir og framandi mynstur höfða til allra aldurshópa og gera veisluborðið bæði litríkt og skemmtilegt.

Skandinavísk flóra og japanskur einfaldleiki

„Bakgrunnur minn sem listakona og leirkerasmiður gerði hönnun STRIMMIG að draumastarfi. Samtímis vann ég með form, yfirborðsmynstur og glerung til að fá hárrétt útlit. Innblástur að blómamynstrinu er sóttur til skandinavískrar flóru og japansks einfaldleika sem gerir útlitið nútímalegt og stílhreint – með handverksyfirbragði,“ segir Jennifer Idrizi, hönnuður STRIMMIG línunnar.

Borðbúnaður.

STRIMMIG diskur 545,-

Nútímalegt og snyrtilegt

Leggðu á borð með fallega grænum STRIMMIG borðbúnaði eða paraðu nokkrum hlutum úr línunni saman við annað postulín. Blómamynstrið gefur línunni nútímalegt og snyrtilegt útlit.

Borðbúnaður.

STRIMMIG bolli 495,-

Fjölbreyttur borðbúnaður

STRIMMIG er hentug lína fyrir allar gerðir af mat, hvort sem það er morgunverður eða súpa og salat, því hún fæst í alls kyns stærðum og með ýmsa lögun til að rúma alla heimsins rétti.

Sveitalegt yfirbragð

„Ég vann með einföld form, dempaða liti og matta áferð til þess að ná fram látlausu, fáguðu útliti sem dregur ekki athyglina frá matnum – eða herberginu. Línan er úr leir, svo hún er endingargóð og gefur borðinu þínu sveitalegt yfirbragð. Það er líka hægt að stafla diskunum til að spara pláss á auðveldan hátt,“ segir Susan Pryke, hönnuður DINERA línunnar.

Fyrir veisluna og mánudaga

Einfalt form, mildur litur og mött áferð DINERA borðbúnaðarins sem hentar bæði í veisluna og á venjulegum mánudegi. Hann veitir borðhaldinu stílhreint og fallegt útlit.