Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar
BORSTAD

Ný árstíð, nýtt upphaf!

BORSTAD er tímabundin lína sem auðveldar þér vorhreingerninguna. Við höfum sett saman hluti sem færa heimilinu vinalegan sveitarbrag og auðvelda þér að koma reglu á heimilið með gamalreyndum aðferðum.Gamalt, ekki úrelt – teppabankarinn sigrar auðveldlega ryksuguna í stíl (og sjálfbærni).

Lavender-ilmpokar hafa lengi vel fært skápum góðan ilm – og þeir virka jafn vel enn í dag.

Með sedrusviðarkubbi heldur þú hangandi fötum ferskum og fælir í burtu mölflugur.

Handofin karfa færir heimilinu heillandi sveitarbrag – og aukahirslu um leið.

Prófaðu að blanda saman vatni, ediki og sítrónusafa í úðabrúsa og þá færðu heimagerða blöndu sem eyðir lykt og blettum á umhverfisvænni hátt.

Í línunni eru falleg hráefni á borð við harðvið, sedrusvið, málm, reyr og striga. Línan er gerð fyrir meðvitaða og kröfuharða neytendur sem kunna að meta náttúruleg hráefni og láta sér annt um hlutina sína.