Til að standa vörð um heilbrigði viðskiptavina okkar og starfsfólks eru veitingastaður og kaffihús lokuð. Verslunin, bakaríið, sænska matarhornið og IKEA Bistro eru opin. Gestir eru beðnir að gæta vel að persónulegum sóttvörnum; þvo hendur, spritta og nota hanska og grímur þar sem tilefni er til. Ráðstafanir í versluninni miðast ávallt við nýjustu reglur og viðmið frá yfirvöldum. Verslunin er það stór að viðskiptavinir dreifast vel og nægt pláss er til að sýna tillitssemi og virða fjarlægðartakmörk. Eftirfarandi varúðarráðstafanir eru í gildi í verslun:
Til að tryggja öryggi bæði viðskiptavina og starfsfólks eru allir vinsamlega beðnir að nota grímu í versluninni. Vinsamlega virðið þau tilmæli.
Veitingastaður og kaffihús eru lokuð tímabundið. Sænska matarhornið, bakaríið og IKEA Bistro eru opin.
Ævintýraskógurinn Småland er lokaður tímabundið
Merkingar í gólfi sem minna á að sýna tilitssemi og halda fjarlægð.
Vaktað er að fjöldi fari ekki yfir leyfileg mörk á hverju svæði.
Skilti í verslun sem leiðbeina gestum varðandi hreinlæti og fjarlægð.
Aukin þrif, sérstaklega á snertiflötum svo sem kerrum og handriðum.
Talið inn og út til að gæta að fjölda.
Sprittstandar víða um verslunina.
Eins og viðskiptavinir okkar hafa orðið varir við undanfarna mánuði hefur nokkuð verið um að vörur séu ekki til, stundum í nokkurn tíma. Kórónuveiran hefur haft þau áhrif að margir framleiðendur hafa þurft að hægja á starfsemi sinni og flutningar ganga einnig hægar. Það hefur þau áhrif að ekki er hægt að fylla á birgðir eins hratt og æskilegt er. Við biðjumst velvirðingar á því og vonum að þið sýnið því skilning á óvenjulegum tímum.