Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar

Einfaldaðu morgnana

Nýr vörulisti IKEA.

Ef morgunrútínan er í góðu lagi, verður dagurinn góður.

Það getur verið allt frá því að skipuleggja skúffurnar á nýjan leik eða skipta símanum út fyrir vekjaraklukku. Hér eru nokkar aðferðir til að gera rútínuna auðveldari.


IKEA fataslá.
IKEA vekjaraklukka.

Veldu fötin fyrir fram. Bættu fatarekka við fatahirslurnar og hengdu á hann föt fyrir komandi viku. Með þessari einföldu breytingu sleppur þú við að eyða tíma á morgnanna í að velja föt, en átt þess í stað rólega sunnudagskvöldstund þar sem þú mátar og raðar saman fötum fyrir vikuna. Ef þú hefur ekki pláss fyrir fatarekka er gott ráð að festa snaga upp og hengja á hann föt fyrir morgundaginn áður en þú ferð upp í rúm.

Notaðu vekjarklukku. Hvernig væri að skipta símanum út fyrir vekjaraklukku og gera svefnherbergið að símalausu svæði! Nýlegar rannsóknir sýna að það fylgi því streita að vera alltaf að flakka á milli tveggja heima – heimi símans og raunheima. Gefðu þér tækifæri til að endurnærast að fullu á næturna og slökktu á símanum.


Raðaðu í skúffur.
Skipulag.

Hafðu hlutina innan handar. Litlar breytingar á skipulagi þess sem þú notar á morgnanna getur skipt sköpum. Það gæti til dæmis verið ráð í tveggja hæða húsi að hafa kommóðuna fyrir barnafötin nálægt klósetti og eldhúsi, þá þarf ekki alltaf að vera að hlaupa á milli hæða til að ná í ný föt ef óhöpp verða.


Einfaldaðu leitina. Rannsóknir sýna að við eyðum að meðaltali sex mánuðum af okkar lífi í að leita að einhverju. Hugmyndin um að allt á að eiga sinn stað varð allt í einu heillandi! Skúffur verða að svartholi ef þær hafa ekkert skipulag. Þær fyllast af litlum hlutum sem við vitum ekki alveg hvað við eigum að gera við. Ef þú setur kassa, innvols og skilrúm í hirslur er auðveldara að finna það sem þú leitar að.


Auðvelt að ná sér í eitthvað gott.
Góður morgunmatur.

Hlutir á réttum stöðum. Ekki vanmeta virkni snaga. Ef þeir eru settir upp á réttum stöðum eru þeir frábært skipulagstól. Þú getur nýtt þá á bak við hurðina í svefnherberginu og þá þurfa fötin ekki að vera á gólfinu. Á ganginum eru þeir tilvaldir fyrir hatta og regnhlífar. Og á baðherbergjum, þar sem börn búa, er sniðugt að nota snaga með sogskálum, þá getur hver átt snaga í sinni hæð. Svo þegar börnin stækka, færir þú snagan aðeins ofar.

Láttu þér líða vel. Morgunmaturinn mætir oft afgangi á annasömum morgnum. Til að koma í veg fyrir að missa af þessum mikilvæga orkugjafa gæti verið ráð að undirbúa kaldan graut kvöldinu áður. Finndu krukku sem þægilegt er að taka með og borða úr – þegar tækifæri gefst. Settu hafra í krukkuna, helltu eplasafa yfir og láttu liggja yfir nótt. Bættu svo jógúrt, blönduðum ávöxtum, hnetum, fræjum og hunangi við daginn eftir (það er gott að týna þetta til um leið og þú setur hafrana í bleyti). Njóttu!