Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar

Deildir IKEA

Samkvæmt skilningi flestra viðskiptavina okkar þýðir það að „vinna í IKEA“, að vinna í IKEA verslun. Það krefst starfskrafta hundruða einstaklinga að skapa hagnýta hönnun á góðu verði sem gera daglegt heimilislíf einfaldara. Hér að neðan er lýsing á starfsemi þeirra deilda sem IKEA verslun samanstendur af.


Útstillingadeild

Sem húsbúnaðarfyrirtæki þarfnast IKEA krafta þeirra sem sinna útstillingum og innanhússhönnun, auk grafískra hönnuða og iðnaðarmanna.

Þjónustudeild

Innan þjónustudeildar IKEA eru störf víðast hvar í versluninni, allt frá móttöku viðskiptavina og gæslu barna til afgreiðslu á kassa, móttöku skilavara og starfa í þjónustuveri.

Birgðasvið

Birgðasvið IKEA sér til þess að flæði vara frá birgja til viðskiptavinar sé eins beint og hagkvæmt og mögulegt er, og að það valdi sem minnstum umhverfisáhrifum. Það nær bæði yfir flutning og meðhöndlun varanna í dreifingarmiðstöðvum og í verslunum.

Veitingasvið

Veitingasvið IKEA býður upp á margar krefjandi stöður innan fjögurra sviða – á Veitingastaðnum, í Snarlinu, í Sænska matarhorninu og í mötuneyti starfsmanna. 

Söludeildir

Sölufulltrúar okkar kynna vöruúrvalið og hugmynd IKEA varðandi sjálfsafgreiðslu fyrir viðskiptavinum okkar daglega. Það krefst söluhæfileika auk þekkingar á viðskiptavinum IKEA, hugmyndafræði IKEA og vöruúrvali IKEA.


Auk ofangreindra deilda eru starfandi minni einingar sem sjá til þess að daglegur rekstur verslunar gangi vel fyrir sig.