Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar
dekorera

DEKORERA línan – innblástur frá listmálurum fortíðar

Veturinn nálgast, dagarnir styttast og við minnumst áhrifaríkra og dimmleitra andlits- og landslagsmynda sem eru svo einkennandi fyrir listsköpun 17. aldar málara á borð við Rembrandt, Vermeer og Hals, með heillandi gylltri lýsingu, dulúð og myrkum hornum.


Það eru þessi verk sem færðu hönnuðum okkar innblástur fyrir DEKORERA – lína af skrautmunum og vefnaði sem færa saman djúpa liti og stílbrögð listamannanna með hefðbundnu skandinavísku handbragði til að búa til vörur sem færa heimilinu hlýlegt og vetrarlegt yfirbragð.

dekorera

Ljómandi og laglegt

Með kerti eða tveimur færir þú heimilinu þarfa lýsingu þegar tekur að kvölda. DEKORERA kertastjakinn er því ekki aðeins fallegur skrautmunur – heldur þjónar einnig tilgangi.

dekorera

Litadýrð

Smá litur getur haft mikið að segja! Við bættum þessum vefnaðarvörum við DEKORERA línuna til að komast til móts við dökkt yfirbragð hennar með litríkum teppum og púðum með tígulmynstri. Þau eru tilvalin í myrkum stofum – og til að kúra með.

dekorera

Listaverk skapað fyrir þig

Kannastu við myndirnar? Bakkarnir vísa í fræg málverk eftir Vermeer og Da Vinci sem eru líklega kunnugleg – en þó aðeins ódýrari en upprunalegu verkin ef þú ert að leita að nýju veggskrauti. Einnig hentugri til að bera fram kaffi.

dekorera

Afslappað og rómantískt

Rúnnað og fínlegt formið á skálunum, könnunum og vösunum endurspegla hefðbundin handverk Norður-Evrópu. Fallegir munirnir virðast eiga heima á jólaborði hjá fjölskyldu í afskiptu þorpi fyrir ótal árum – en koma þó einnig vel út hjá þér.

dekorera

Einfaldur og hátíðlegur ferskleiki

Nýtt útlit án nýrra útgjalda – það er draumurinn. Klæddu STRANDMON hægindastólinn í áklæðið, bættu við púða (og mottu ef þú vilt ganga enn lengra) fyrir ferskan og vetrarlegan stíl fyrir aðeins hluta af verðinu.