Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar

Ljómandi líf – gleðin sem felst í einfaldara heimili

Að búa í litlu rými þarf að ekki endilega að merkja lítið líf! Innanhúshönnuðurinn Hans Blomquist fékk það verkefni að búa til þægilegt heimili fyrir eldri konu sem minnkaði við sig og flutti í stúdíóíbúð. Í íbúðinni eru þægindum og snjöllum hirslum blandað saman og þar með sagt skilið við ringulreiðina og plássið endurheimt.

Svefnherbergi
Kona flytur í borg.

Tækifæri til að byrja hvern dag vel

Eina reglan sem hönnunarteymið fylgdi við gerð stúdíóíbúðarinnar var að hafa pláss fyrir það sem skiptir máli. Í staðinn fyrir smágerð húsgögn var lögð áhersla á stórt rúm með mjúkum flauelshöfðagafli – það tryggir góðan nætursvefn og góða byrjun á hverjum degi.

"Hugmyndin að baki heimilisins var að nýta það rými sem er til staðar, sama hve lítið það er, og láta það virka fyrir þig. Allt í einu hefur þú frelsi, tíma og orku til að gera það sem þú vilt."

Skiptu rýminu upp fyrir betri nýtingu

Hirslur hafa sinn gagnlega tilgang en í þessu rými eru þær gagnlegar sem og fallegar. Frístandandi einingar sem má festa í loft á öruggan hátt skipta rýminu í tvennt. Með réttum vefnaði og lýsingu færðu notalegt athvarf fyrir einn og hægt er að bæta við gólfpúðum fyrir fleiri gesti. Lokuðu hirslurnar veita pláss til að fela einhverja hluti í skúffum og hægt er að stilla upp skrautmunum í hillurnar.

Falleg IKEA stofa.
Hafðu skartgripina sjáanlega
Skápur með glerhurðum

Endurspeglaðu eigin persónuleika í heimilinu. Snagar halda skartgripum á sínum stað og þeir skreyta heimilið. Skápar með glerhurðum halda ryki frá hlutunum svo þeir séu alltaf til reiðu.

Fallegt útsýni við matarborðið

Alltaf pláss

Er stórt borðstofuborð munaður í stúdíóíbúð? Fyrir konu sem vill hefja nýtt líf í nýrri borg skiptir máli að halda matartímann heilagan – að leggja á borð, taka sér augnablik og njóta matarins er verðskuldað dekur. Felliborð gefur færi á stærri matarboðum og gólfpúðarnir í íbúðinni leysa stólana af hólmi.

Svart og gult eldhús.

Lítið rými en margir möguleikar

METOD/VOXTORP samsetningin hentar fyrir minni eldhús og er hannað til að gera eldamennskuna ánægjulegri. Rétt lýsing sem lýsir upp vinnusvæðið bætir matseldina. Þú losar um pláss á borðplötunni og bætir við karakter með opinni hirslu. Geymdu hluti sem þú notar oftar í neðri hillunni og minna notaða hluti í efri. Ef hillueiningu er bætt við enda eldhússins fæst pláss fyrir flokkunarílát.

Veggskápur fyrir glös.

Þegar minna er meira

Ásamt því að skapa snjallar hirslulausnir fyrir stúdíóíbúðina ákvað teymið að fara óhefðbundnari leiðir við að nýta allt plássið. BESTÅ skápur er 20 cm djúpur, nógu stór til að geyma glös en nógu mjór til að festa á vegg við matarborðið án þess að gnæfa yfir þér. Hann geymir glösin nálægt þeim stað sem líklegast er að þú takir tappann úr flösku!.

Ef þú skiptir upp stúdíóíbúðinni í nokkur svæði býrðu til nothæfara herbergi en það eykur möguleika íbúðarinnar til muna.

Teikning af íbúðinni.