Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar
Stór sófi er mikilvægur fyrir stóra fjölskyldu.

Aðlagaðu heimilið að stærri fjölskyldu

„Þó fjölskyldan stækki gera rúmmetrar heimilisins það ekki. Það er þó hægt að nýta þá betur með sveigjanlegum lausnum og snjöllu skipulagi og mæta þannig þörfum allra á heimilinu,“ segir Emilia Ljungberg, innanhúshönnuður hjá IKEA. Hún bjó til þessa hugmynd að heimili sem hentar vel fyrir stækkandi fjölskyldu.

Fjölskyldan.

Lítið heimili handa stórri fjölskyldu

„Við bjuggum til íbúð fyrir sjö manna fjölskyldu og sóttum innblástur frá síbreytilegu borgar- og fjölskyldumynstri,“ segir Emilia. „Í dag velja margir að búa áfram í sama húsnæðinu þegar fjölskyldan stækkar. Þegar kemur að einkalífi einstaklinga eru þetta helstu áskoranirnar: Hvernig á að gera samverustundir fjölskyldunnar innan veggja heimilisins þægilegri fyrir hvern og einn og hvernig getur hver fjölskyldumeðlimur fengið rými út af fyrir sig.“

Stofan breytist í svefnherbergi.

„Stofan er einnig svefnherbergi foreldranna. Svefnstaðurinn er þægilegur svefnsófi með hirslu, en með hliðarborði á hjólum og notalegri lýsingu breytist hlutverk stofunnar á augabragði.“

Emilia Ljungberg, innanhúshönnuður hjá IKEA

Gangur.

„Að breyta ganginum í fataherbergi tekur álagið af svefnherbergjum og baðherberginu. Hver fjölskyldumeðlimur fær hirslu í uppáhaldslitnum sínum og allir eru fyrr tilbúnir á morgnana.“

Emilia Ljungberg, innanhúshönnuður hjá IKEA

Borð þar sem allir komast að og geta notið saman.

„Bættu við stækkanlegu eldhúsborði. Þannig er auðvelt að breyta matartíma fjölskyldunnar í vinnusvæði fyrir heimanám barnanna og foreldrar fá líka sitt pláss fyrir heimsóknir frá vinafólki.“

Emilia Ljungberg, innanhúshönnuður hjá IKEA

VITVAL koja frá IKEA.
Unglingaherbergið.
Sniðugur spegill með lýsingu.

Kojufélagar

„Þrjú eldri börnin deila einu svefnherbergi. Tvö þeirra deila koju og nýta þannig rými herbergisins vel. Þau fá sitt pláss með svæðum í mismunandi lit og með eigin bókahirslu og ljósi getur hvert barn fengið rými og tíma út af fyrir sig,“ segir Emilia.


Gagnlegri vinnuaðstaða

„Eftir því sem börnin stækka eykst sjálfstæði þeirra. Með skrifborði og snyrtispegli fæst pláss fyrir heimanámið og sjálfstjáningu.“


Táningurinn þarf sitt næði

„Elsta barnið þarf athvarf frá yngri systkinum og kærkomið eigið rými. Hún myndar skilrúm með gardínu og býr til notalegt skot í herberginu. Með deyfanlegu ljósi getur hún stjórnað stemningu herbergisins.“


Bjart og fallegt baðherbergi.
Baðtími er ávallt skemmtilegur tími.

Eitt stórt fjölskyldubaðherbergi

„Á erilsömu heimili er eitt baðherbergi alltaf upptekið. Speglaskápur og tvöfaldur vaskur gera morgunösina auðveldari og vaskaskápur með tveimur skúffum veitir hverjum fjölskyldumeðlim pláss fyrir snyrtivörurnar sínar. Baðherbergið helst snyrtilegt og hreinlegt."

Hirslur sem spara pláss

„Hirsla og aukahlutir á vegg spara dýrmætt gólfpláss og eru alltaf innan handar. Þegar mamma eða pabbi vilja fara í endurnærandi bað geta þau auðveldlega tekið hlutina niður til að skapa notalegra umhverfi á baðherberginu."