Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar

Þrjár leiðir til að breyta REGOLIT lampanum

Gefðu sígilda pappaskerminum nýtt útlit með einföldum hugmyndum og heimilið fær nýtt yfirbragð.

Leiktu þér með REGOLIT ljósin.

Líttu í kringum þig fyrir innblástur

Það er auðvelt að breyta hversdagslegu hlutum heimilisins og gera þá sérstakari. Vantar þig skapandi innblástur? Taktu málin í þínar hendur og skreyttu þá hluti sem prýða heimilið nú þegar. Þegar Katty ákvað að skreyta REGOLIT lampaskermana nýtti hún mynstur svarthvíta veggfóðursins í stofunni.

Kona málar á REGOLIT lampann sinn.
Litir frá IKEA.

Smá ímyndunarafl og málning

Málning, blek og límband. Smá föndur getur flutt þig aftur í skólastofuna – engar reglur, þú bara notar ímyndunaraflið. „Ég sé sköpunarkraftinn í syni mínum Lucas (5 ára) og það hjálpar mér að virkja eigið hugmyndaflug.“ Áhöldin þurfa ekki að vera dýr. Þau mega líka endurspegla færni þína og það verkefni sem þú ætlar þér (að búa til mynstur með mynstruðu límbandi er auðvelt). Katty málaði lampana með MÅLA málningu.„Þú þarft ekki að vera listamaður, ég myndi ekki segja að þetta sé mér eðlislægt en ég elska þetta. Ef þú vilt geómetrískt mynstur er gott að spenna lampann upp fyrst og mála svo, það er auðveldara.“

Skreyttu REGOLIT lampann þinn.
Finndu þinn innri listamann.
Leiktu þér með IKEA.

Stimplaðu mynstrið

Katty bjó til þrjú mynstur á lampana. Það auðveldasta þurfti aðeins málningu og málningarrúllu. Rúllunni er dýft í málninguna og því næst rúllað á samsettan lampaskerminn. Farðu létt yfir hann með lítilli málningu eða fríhendis ef þú vilt óreglulegra mynstur, það fer eftir því mynstri sem þú sækist eftir. Það er líka auðvelt að búa til mynstur með blekstimplum! Veldu þitt mynstur, bættu við málningu eða bleki, veldu áhald (Katty notaði málningarrúllu) og byrjaðu að stimpla!Leiktu þér með IKEA.