Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar

FÖRNYAD

Tímabundin vörulína

Fylltu heimilið af tísku og skemmtilegum skringilegheitum

FÖRNYAD er afrakstur samstarfs IKEA og þeirra Söruh Andelman, listræns stjórnanda hjá hinni einstöku verslun Colette í París, og hönnuðarins Craig Redman sem þekktur er fyrir egglaga karakter sinn Darcel Disappoints. Línan var hönnuð með nemendur í huga en aldur er þó aukaatriði. Hún inniheldur ritföng, ljós, ruslafötu, mottu og margt fleira sem hentar öllum þeim sem vilja gæða daglegt líf smá meira fjöri. Eins og nafn línunnar gefur til kynna (FÖRNYAD=endurbætt) inniheldur hún nýja sýn á gamla vini eins og FRAKTA pokann og áklæði á KLIPPAN sófann.

Skoðaðu FÖRNYAD vörurnar

FÖRNYAD tímabundin vörulína

Darcel on going out

Darcel um að fara út úr húsi: Staðir til að heimsækja, fólk til að forðast.

Darcel on lounging at home

Darcel um að hanga heima: Góður félagsskapur skiptir öllu máli. Sem sagt ég.

Darcel on wellbeing

Darcel um vellíðan: Elskaðu þig.


„FÖRNYAD línan er einfaldlega skemmtileg. Með litanotkun og einföldum formum endurspeglar línan bæði heim Colette og minn eigin, og sameinar þá á líflegan hátt. Hvort sem það snýst um eitthvað svo einfalt sem að nota formið á auganu mínu fyrir koll eða lampa, höfuðið á mér sem mottu eða litríkt mynstur á sígilda IKEA pokann, þá fagnar línan gleði og hönnun sem koma þar saman á hugulsaman og gamansaman hátt.“

Darcel, hönnuður.

FÖRNYAD skrifborðsáhöld