Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar

Taktu FREKVENS fagnandi – tímabundin lína

Heimapartí í takt við tónlistina

Engin tónlist, ekkert partí, ekki satt? Tónlist er eitt kraftmesta sameiningartákn menningarheima. Hún tengir fólk og magnar upp tilfinningar. Þar sem fólk kemur saman er tónlist og því er draumur marga að hafa góðan hljóm í hverju herbergi. Það er innblásturinn að baki FREKVENS.

FREKVENS

„Einfalt, skemmtilegt og litríkt. Þú ert enga stund að tileinka þér færni færustu rótara, setur upp eigið hljóðkerfi og ljósasýningu þannig að þú getir haldið partí samdægurs. FREKVENS línan er eitthvað sem margir eiga eftir að gleðjast yfir.“

Jester Kouthoofd, deildarstjóri hönnunar og stofnandi Teenage Engineering

Kynnumst Teenage Engineering

Teenage Engineering er skapandi hópur verkfræðinga og forritara í Svíþjóð sem deila ást á tónlist og raftækjum.

FREKVENS

„Við hlökkum til að kynna heiminn fyrir FREKVENS. Þetta er ótrúlega skemmtileg lína sem þú getur auðveldlega gert meira eða minna úr, eftir þörfum. Auk þess að líta mjög vel út þá hljómar FREKVENS einnig sérstaklega vel – og því fullkomin ástæða til að halda partí.“

Michael Nikolic, listrænn stjórnandi IKEA of Sweden

Við vitum að tónlist sameinar fólk. Kjarni línunnar er lýsing og hljóð en hvað annað hjálpar þér að halda frábært partí? FREKVENS inniheldur aðrar nauðsynjar eins og til dæmis vatnsvarin púðaver og staflanlegan borðbúnað, fullkominn fyrir veisluna. FREKVENS færir þér allt sem þú þarft til að halda virkilega gott partí, hvar sem þú ert.

FREKVENS

FREKVENS kemur með partíið, þú kemur með danstaktana