IKEA setur heilsu og öryggi viðskiptavina í forgang. Vladimir Brajkovic er vöruverkfræðingur hjá IKEA og hann segir vöruprófanir og endurgjöf viðskiptavina mikilvægar fyrir þróun og hönnun á húsbúnaði.
Á þessum árstíma finna margir fyrir þörf á að breyta til, hreinsa út og koma reglu á heimilið. Umhverfisvitund færist einnig sífellt í aukanna, bæði hjá IKEA og viðskiptavinum þess, því bættist við breitt úrval af nýjum vörum sem hafa vistvænni eiginleika, færa náttúruna inn á heimilin og létta undir tiltektina. Þar með tekur IKEA enn fleiri skref í átt að sjálfbærari framtíð.
IKEA á Íslandi
Nú er enn eitt árið að enda komið og þetta ár var viðburðaríkt hjá IKEA á Íslandi. Á árinu fengum við 2.400.024 gesti og þar af voru 880.52 viðskiptavinir, það er því óhætt að segja að það sé ávallt líf í verslun IKEA.
Gardínur sem hreinsa loft hljóma framandi en IKEA hefur hafið framleiðslu á lofthreinsigardínum sem verða fáanlegar í versluninni næstkomandi febrúar.
Verðlaunaafhending IKEA er árlegur viðburður undir nafninu Democratic Design Awards. Hönnunarverðlaunin voru fyrst kynnt árið 2014 í þeim tilgangi að veita hæfileikaríku fólki viðurkenningu fyrir frábært starf.
Það sem einkennir Democratic Design eru vel hannaðar lausnir fyrir heimilið; fallegar, vandaðar og nytsamlegar vörur þar sem áhersla er lögð á sjálfbærni og viðráðanlegt verð.
Fyrir stuttu voru verðlaunin veitt í bænum Älmhult í Svíþjóði, þar sem IKEA var fyrst stofnað árið 1943.
IKEA geitin er mætt á hólinn í Kauptúninu sem þýðir að jólin eru á næsta leiti.
Áður en árið 2030 gengur í garð verða öll hráefni sem IKEA notar endurnýtanleg eða endurunnin. KNIXHULT er okkar framlag til þess umhverfisvæna lífsstíls sem koma skal og því er fylgt eftir með vörulínu af handgerðum bambuslömpum.
„Þetta var vandað og áhugavert ferli sem við erum afar stolt af að hafa klárað með glæsibrag, og það fyrst íslenskra fyrirtækja,“ segir Stefán Dagsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, um AEO vottun tollstjóra.
Árlegur vörulisti IKEA kom í byrjun september og er að venju stútfullur af ferskum hugmyndum og fallegum vörum. Í vörulista IKEA í ár eru svefn og baðherbergi í brennidepli því okkur langar að hjálpa til við að gera heimili að endurnærandi stað. Svefn og svefnþægindi eru mjög persónubundin og því mikilvægt að finna út hvað þú þarft til að öðlast heilsusamlegan og nærandi svefn
Stefán Rúnar Dagsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi. Stefán hóf fyrst störf hjá IKEA fyrir 27 árum og hefur gegnt stöðu verslunarstjóra undanfarin 11 ár.