Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar

Ingvar Kamprad er fallinn frá

29.janúar 2018 15:56

Stofnandi IKEA, Ingvar Kamprad, lést þann 27. janúar, 91 árs að aldri. Hann lést á heimili sínu í Smálöndum Suður-Svíþjóðar umkringdur sínum nánustu.

Ingvar Kamprad var fæddur árið 1926 í Smálöndunum. Hann stofnaði IKEA aðeins 17 ára og fyrirtækið varð að hans lífsstarfi. Drifkraftur Ingvars var ætíð sýnin um að gera daglegt líf þægilegra fyrir sem flesta. Ingvar Kamprad var merkur frumkvöðull af sérstakri tegund. Hann var frá Suður-Svíþjóð þar sem nýtni og vinnusemi voru mikilsmetnar dyggðir. Hann lifði samkvæmt því en ávallt með hlýju og glettni. Hann kom að starfsemi IKEA allt fram á síðasta dag og lifði samkvæmt þeirri speki sinni að flest sé enn ógert.

 

„Lát Ingvars hryggir okkur afar mikið. Við minnumst látlausrar eljusemi og fylgni við að standa alltaf með almenningi; að gefast aldrei upp, að reyna ávallt að verða betri og að vera öðrum fyrirmynd,“ segir Torbjörn Lööf, framkvæmdastjóri Inter IKEA Group.

 

Ingvar Kamprad hefur ekki tekið þátt í yfirstjórn IKEA síðan 1988 en hann hafði þó áhrif á reksturinn sem ráðgjafi og deildi þekkingu sinni og orku með starfsfólki IKEA.

 

„Við syrgjum stofnanda okkar og kæran vin, Ingvar. Arfleifð hans verður öðrum fyrirmynd í framtíðinni og sýn hans – að gera daglegt líf þægilegra fyrir sem flesta – mun vísa okkur veginn og veita okkur innblástur“, segir Jesper Brodin, framkvæmdastjóri IKEA Group.

 

Ingvars Kamprad verður saknað og minnst með hlýju af fjölskyldu sinni og starfsfólki IKEA um allan heim.

Original pik social extra 01 1200x800