Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar

Áfram frítt að hlaða í ON stöð við IKEA

1.febrúar 2018 15:45

Enn verður frítt að hlaða í ON hraðhleðslustöðinni við IKEA þrátt fyrir að greiða þurfi fyrir hleðsluna í öðrum ON stöðvum frá og með 1. febúar. Það er vilji okkar að bjóða áfram upp á fría hleðslu við verslunina og þótt það sé eðlileg þróun að það þurfi að rukka fyrir slíka þjónustu, þá er það einfaldlega stefna IKEA að vera áfram leiðandi í að styðja við orkuskiptin og þá þróun að rafvæða enn frekar bílaflota landsmanna. Eins og einhverjir rafbílaeigendur hafa tekið eftir hefur stöðin verið óvirk um tíma, sem er miður, en það var vegna bilunar í streng að stöðinni. Hann hefur nú verið lagfærður og stöðin er virk að nýju. Rafbílaeigendum er bent á að þrátt fyrir fría hleðslu þarf að nota ON lykil þegar hlaðið er við IKEA, það einfaldlega skuldfærist ekkert á kort viðkomandi notanda.

Það er von okkar að rafbílaeigendur taki vel í þetta fyrirkomulag og að áfram verði unnið af krafti að framgangi rafbílavæðingar á Íslandi.

 

Original original nr 3