Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar

IKEA og LEGO í samstarf til að auka möguleika í leik og sköpun

23.nóvember 2018 08:26

Við vitum að leikur er mikilvægur hluti af lífinu og við þekkjum kraftinn sem honum fylgir. Leikur ýtir undir sköpunargáfuna og gerir okkur kleift að upplifa, dreyma, uppgötva og gera tilraunir. IKEA og LEGO hafa sameinað krafta sína til að hvetja til leiks.

 

Leikur er lykillinn að þroska og hann er grundvallaratriði í að gera daglegt líf betra. Leikur hefur svo margar mismunandi merkingar fyrir svo marga mismunandi einstaklinga. Daglega koma þó upp hindranir. Fyrir fullorðna fólkinu eru sumar þeirra augljósar, eins og til dæmis óreiðan sem oft vill fylgja. Börnin sjá aðrar hindranir, eins og þegar fullorðnir reyna að hafa skipulag á leiksvæðinu, því staðreyndin er sú að börn njóta sín í óreiðunni og þykir notalegt að láta sig hverfa inn í hana.

 

„Þetta hófst allt með því LEGO samsteypan spurði okkur „Viltu leika?“. Að sjálfsögðu svöruðum við já og í sameiningu langar okkur að auka möguleika í leik með því að útbúa umhverfi fyrir leikinn sem hentar í daglegu lífi. Okkur hjá IKEA langar fyrst og fremst að breyta þeirri hugsun að leik fylgi sóðaskapur eða óreiða. Við viljum gera það á skapandi, mannúðlegan og skemmtilegan hátt, því við erum sannfærð um að mikill leikur geri heimilið og heiminn allan að betri stað,“ segir Fredrika Inger, viðskiptastjóri í Barna IKEA  hjá IKEA of Sweden. 

Í skoðanakönnun sem gerð var á vegum IKEA og LEGO kom í ljós að börn vilja meiri leiktíma með foreldrum sínum og foreldrar vilja meina að leikur sé grundvallaratriði fyrir því að börnum líði vel og séu hamingjusöm, sem styður þá kenningu að leikur sé mikilvægur. Af hverju leikum við okkur þá ekki meira? Með samstarfinu er stefnt að því að fjölga tækifærum til að leika. Fyrsta skrefið er að gera allt heimilið aðgengilegra og skemmtilegri stað til að leika sér á.

„Markmið okkar hjá LEGO hefur alltaf verið að veita innblástur og gera börnum kleift að þroskast í gegnum leik. Við vitum að sköpunargáfa er eiginleiki sem er mikilvægur fyrir framtíðina, en við vitum líka að fikt, tilraunir og sköpun geta skapað óreiðu. Í samstarfi við IKEA tökumst við á við þá skemmtilegu og spennandi áskorun sem sumir foreldrar glíma við, yndislegu óreiðuna sem leikur hefur í för með sér,“ segir Lena Dixen, yfirmaður vöruþróunar hjá LEGO Group. 

„Að sameina fólk í leik og búa til umhverfi til að gera fólki kleift að leika sér meira eru lykilatriði fyrir bæði okkur og LEGO. Þess vegna við viljum kanna hvað getur gerst ef við vinnum saman,“ segir Fredrika Inger, viðskiptastjóri hjá IKEA of Sweden. 

Á næstu misserum munu fyrstu niðurstöðurnar líta dagsins ljós í verslunum IKEA.

Original 512044