Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar

IKEA og Tom Dixon - ræktun í miðri borg

10.desember 2018 16:52

Í nýju samstarfi við breska hönnuðinn Tom Dixon, kemur IKEA til með að kanna möguleika á ræktun í borgum, og gera heimilin þannig að nýju ræktarlandi. Markmiðið er að finna framsýnar lausnir á góðu verði til að rækta kryddjurtir og grænmeti inni á heimilum og fyrir utan heimilin.


Matur er mikilvægur hluti af daglegu lífi og IKEA vill veita innblástur og gera fólki kleift að lifa heilsusamlegri og sjálfbærari lífsstíl. Ef grænmetis- og kryddjurtaræktun yrði algengari inni á heimilum, myndi það hafa jákvæð áhrif á umhverfið, því það dregur úr flutningi, vatnsnotkun og matarsóun. Í samvinnu við Tom Dixon verður unnið eftir hönnunargrunnstoðum IKEA við að þróa vörulínu fyrir sjálfbæra ræktun og neyslu á góðu verði sem hentar inn á heimili fólks, ekki síst í stórborgum.

 

 James Futcher, yfirmaður vöruhönnunar hjá IKEA.

„Fyrir IKEA, snýst samstarfið um að breyta viðhorfi samfélagsins til ræktunar almennt og vekja athygli á því að þetta er hægt og hversu gefandi það er að geta ræktað matjurtir í þínum eigin matjurtagarði í miðri borg. Matur er grunnþörf manneskjunnar og hönnun getur hjálpað til við að finna hagnýtar lausnir. Því að þegar öllu er á botninn hvolft þurfum við að hvetja fólk til að rækta og uppskera sín eigin matvæli heima hjá sér og í görðum,“ segir James Futcher, yfirmaður vöruhönnunar hjá IKEA.


Fyrstu hugmyndirnar úr samstarfi IKEA og Tom Dixon verða sýndar í maí 2019, á blóma- og ræktunarsýningunni Chelsea Flower Show á Englandi. Garðurinn sem verður til sýnis mun snúast um framtíð umhverfisins og mikilvægi þess að rækta mat í sínu nánasta umhverfi.


Tom Dixon.

​„Garðyrkja er einstök. Án plantna og meiri ræktunar erum við í vandræðum. Þó að við séum ekki hefbundnir garðhönnuðir, teljum við að við getum sýnt fram á leiðir sem allir geta nýtt sér til að leggja sitt af mörkum til að dreifa ekki aðeins fegurðinni heldur einnig mikilvægi hagnýtrar ræktunar, bæði með hefðbundinni þekkingu og aukinni nýsköpun,“ segir Tom Dixon.


Tom Dixon og IKEA munu taka þátt í sýningunni Chelsea Flower Show þar sem vakin er sérstaklega athygli á hvaðan maturinn kemur og kannað hvernig hægt sé að færa það inn á heimilin. Næsta skref er að gera ræktun og sjálfbærni aðgengilegri fjöldanum með því að þróa vörulínu fyrir ræktun í borgum, sem verður fáanleg í verslunum IKEA árið 2021.

Original 526908