Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar

IKEA hlýtur fern Good Design verðlaun

11.febrúar 2019 14:05

IKEA hlaut á dögunum GOOD DESIGN verðlaun fyrir frumlega hönnun og hönnun sem þykir skara fram úr. Verðlaun voru veitt fyrir ÖVERALLT línuna, IKEA 365+ matarílát, SKYMNINGEN ljós og BURVIK borð. GOOD DESIGN verðlaunin eru ein af elstu og virtustu hönnunarverðlaunum á alþjóðavísu.

„Við hjá IKEA stöndum í þeirri trú að góð gæðahönnun eigi að vera aðgengileg fjöldanum og við köllum það „Democratic Design“. Við erum því stolt að því að hafa hlotið Good Design verðlaun fyrir það að vera frumleg og skara fram úr. Það sýnir að okkar aðferð við að vinna með form, notagildi, gæði og sjálfbærni á viðráðanlegu verði veki eftirtekt,“ segir Evamaria Rönnegård, vöruhönnunarstjóri hjá IKEA.

Árlega eru GOOD DESIGN verðlaunin veitt fyrir frumlega iðnaðarhönnun og grafíska hönnun sem þykja skara fram úr og eru framleiddar á heimsvísu.

Verðlaunalínan ÖVERALLT er innblásinn af athöfnum sem nútímasamfélög úr ólíkum menningarheimum eiga sameiginlegar, hlutina sem við gerum og notum í daglegu lífi til að gera heimilið að okkar heimili. Í vörulínunni er allt frá borðbúnaði og stólum til vefnaðarvöru, og hún kemur í verslunina í maí á þessu ári.

„ÖVERALLT er niðurstaða samstarfs ólíkra menningarheima og heimsálfa. Línan leggur áherslu á hversdagslega samveru eins og matmálstíma eða eitthvað sem færir fólk saman. Með línunni vonumst við til að hvetja til samræðna, að fólk hittist og njóti samverunnar”, segir James Futcher, listrænn stjórnandi hjá IKEA.

IKEA 365+ matarílátin eru hönnuð fyrir daglega notkun. Ílátin sem eru með smelluloki, úr eldföstu gleri og gegnsæju loki eru öll hönnuð til að halda matnum ferskum lengur og draga úr matarsóun.

„IKEA 365+ matarílátin eru fallegt dæmi um hönnun fyrir fjöldann, þar sem jafnvægi er á milli forms, notagildis, gæða, sjálfbærni og verðs. Ílátin hafa öll sömu brúnina sem þýðir að þú getur valið um lok, sem hafa mismunandi virkni, allt eftir því hvað það er sem þú ætlar að geyma. Þú getur því auðveldlega undirbúið, eldað, geymt og tekið matinn með þér með því að skipta einfaldlega um lok. Það einfaldar lífið, er hreinlegra og dregur úr matarsóun í eldhúsum um allan heim,“ segir Sarah Fager, hönnuður hjá IKEA.

Verðlaunaljósið SKYMNINGEN er hannað til að bæði beina birtu beint á borðið og skapa fallegan skúlptúr úr lýsingu, skugga og endurkasti. SKYMNINGEN verður fáanlegt frá og með febrúar.

IKEA BURVIK hliðarborðið er hannað til að passa sveigjanlegu heimili. Það er létt og nægilega lítið til að lyfta með einni hendi og handfang og há borðbrún auðvelda að færa það til á heimilinu.