Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar

Nýjar vörur í versluninni

21.febrúar 2019 09:53

Í ár snýst febrúar um að auka orku í hversdagslífinu, fagna fjölbreytileika og finna nýjar leiðir til að blanda og raða ólíkum hlutum saman. Í verslun IKEA og á vefinn var að bætast við fjöldinn allur af nýjum línum sem eiga það sameiginlegt að vera litríkar og djarfar með grafískum mynstrum sem eru innblásin af sjöunda áratugnum.

Við kynnum úrval af nýrri vefnaðarvöru allt frá rúmfötum og handklæðum að gardínum og metravöru eins og IRMELIN, SANDVILAN og SIGRUNN í skemmtilegum litum með fallegum mynstrum. Nú fást líka nýjar hirslur; NORDMELA kommóður, RABBLA hirslukassar og fylgihlutir fyrir IVAR hirslurnar. Fyrir þá sem vilja hressa upp á eldhúsið og borðhaldið bættist við úrval af nýjum vörum allt frá einstökum YTTERBYN eldhúsframhliðum með djörfum mynstrum að FRAMKALLA borðbúnaði, servíettum og bökkum sem gera borðhaldið líflegra. Við erum ákaflega ánægð með nýju RÖNNINGE stólana sem eru í sígildum skandinavískum hönnunarstíl og eru hannaðir til að detta aldrei úr tísku. Þeir eru framleiddir með þægindi í huga, en eru jafnframt sterkbyggðir og hafa verið prófaðir til notkunar í atvinnuskyni og uppfylla kröfur um endingu og stöðugleika. KLAPPA er leikfangalína sem er hönnuð fyrir yngstu fjölskyldumeðlimina, hún ýtir undir þroska með litum, lögun og hljóði. Við höfum einnig fengið óvenjulegar mottur sem fela í sér skemmtileg skilaboð og nýja línu af aukahlutum fyrir skrifborð sem hleypa sköpunargáfunni af stað með litum og leikgleði. Nokkur ný loftljós bættust við úrvalið, þar á meðal verðlaunaljósið SKYMNINGEN sem er hannað til að bæði beina birtu beint á borðið og skapa fallegan skúlptúr úr lýsingu, skugga og endurkasti. Ljósið hlaut virtu GOOD DESIGN-hönnunarverðlaunin 2018 fyrir framúrskarandi hönnun. Þegar á heildina er litið, er ekki annað hægt en að gleðjast.

Þetta er aðeins brot af nýju vörunum sem komu í verslunina í febrúar. Þú getur séð úrvalið hér á vef IKEA eða kíkt við í versluninni, sjón er sögu ríkari.