Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar

Saman til Svíþjóðar!

21.mars 2019 17:53

Í mars styrkir IKEA sænskar rætur sínar í samvinnu við sænska sendiráðið. Af því tilefni verða uppákomur í versluninni, sænskir réttir á veitingastað, kynning á því sem Svíþjóð hefur upp á bjóða undir yfirskriftinni Saman til Svíþjóðar! Til 31. mars verður hægt að taka þátt í skemmtilegum leikjum, lesa bækur eftir Astrid Lindgren og gæða sér á sænsku ljúfmeti.

Svíþjóðarveislan hófst með pompi og prakt föstudaginn 8. mars þegar sænski sendiherrann sjálfur, Håkan Juholt, og Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, settu veisluna Saman til Svíþjóðar!

Í kjölfarið fóru fjölbreyttir leikir í gang sem öll fjölskyldan getur tekið þátt í og það er til mikils vinna. Einn þeirra fer fram í verslun IKEA þar sem þátttakendur eru kynntir fyrir Svíþjóð sem áfangastað í fríinu. Svo er Instagram-leikur þar sem þátttakendur senda inn hugmyndir að nafni á elginn sem stendur í anddyri IKEA meðan á veislunni stendur.

Laugardaginn 9. mars tóku útvaldir ofurhugar þátt í Surströmmning-áskorun, sem fólst í því að smakka kæsta síld undir stjórn Simma og Sveppa. Vinningshafnn sporrenndi bitanum á 4 sekúndum og hlaut að launum 80.000 króna úttekt í IKEA versluninni.

Þetta er ekki allt því garður Línu langsokks var fluttur í verslunina alla leið frá Astrid Lindgren garðinum í Vimmerby í Svíþjóð og þar er hægt að koma sér vel fyrir og lesa og skoða bókina um Línu ásamt öðrum bókum Astrid Lindgren.

Veitingasvið IKEA fékk einnig til sín sænska gesti en kokkarnir Jens Harryson og Ted Karlberg kenndu kokkunum handtökin við matreiðslu á elgspottrétt og kroppkakor, sem eru kartöflubollur með svínakjötsfyllingu. Bakaríið og kaffihúsið nutu hæfileika konditorsins Anders Oskarsson, sem er heimsmeistari á sínu sviði.

Hátíðin stendur til 31. mars og það er því tilvalið að koma við í verslun IKEA og sjá, upplifa og smakka ýmislegt sem Svíþjóð hefur upp á bjóða. Hver veit nema þú og fjölskylda þín farið alla leið til Svíþjóðar í sumar.