Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar

Sonos og IKEA, samstarf sem hljómar vel!

11.apríl 2019 11:15

 

SYMFONISK er lína sem inniheldur nýja hátalara sem marka upphaf samstarfs IKEA og Sonos. Þetta er fyrsta afurðin þar sem þekking IKEA á húsbúnaði og sérfræðiþekking Sonos á hljómburði eru sameinaðar og verður útkoman fáanleg í verslunum IKEA síðar á þessu ári.

Það er ýmislegt sem fólk vill hafa í sínu nærumhverfi sem skapar vellíðan og heimilislega tilfinningu, en það er misjafnt eftir fólki hvað það er. Það er sumt, eins og til dæmis hljóð, sem er mikilvægara en annað. Rannsóknir sýna að margir nota tónlist til að skapa ákveðna stemningu á heimilinu. Fyrir nokkrum árum áttuðum við hjá IKEA okkur á því að við þyrftum að læra meira um áhrif tónlistar og fórum því á fund með Sonos, bandarísku raffyrirtæki, sem er þekkt fyrir sérfræðiþekkingu á þráðlausri tækni, og einnig fyrir að vera fullkomnir kennarar og frábærir samstarfsaðilar.

„Starfsumhverfi Sonos er mjög líkt því sem tíðkast hjá IKEA. Sameiginleg gildi okkar og stefnur gera það að verkum að við smullum saman frá fyrsta degi. Þegar ferlið sjálft hófst fannst okkur við passa vel saman á alla vegu“, segir Björn Block, viðskiptastjóri hjá IKEA.

IKEA og Sonos hafa sömu sýn; að gera daglegt líf einfaldara og vinna að því gera gott hljóð og hljómburð aðgengilegt sem flestum.

„Marga dreymir um að hafa innbyggt hljóðkerfi, en það hafa ekki allir efni á því. Okkar sameiginlega markmið er að spara pláss, losna við snúrur, gera óreiðu ósýnilega og færa heimilum tónlist og hljóð á fallegan hátt“, segir Björn.

Nú þegar við kynnum fyrstu mynd SYMFONISK, sýnum við um hvað samstarfið snýst: frábær hljómgæði í þráðlausum hátölurum (sem styðja við allar Sonos vörur) hannaðir til að falla hnökralaust inn á heimilið, jafnvel sem húsbúnaður. Það má til dæmis festa þá á hillubera og nota þannig hátalarann sjálfan sem hillu, eða festa hann undir METOD eldhússkápa svo eitthvað sé nefnt.

Hátalarnir koma úr verksmiðjunni síðar á þessu ári og samkvæmt Björn er þetta samstarf sem mun vara til lengri tíma. „IKEA og Sonos geta enn lært mikið af hvoru öðru og það er margt órannsakað í sambandi við tónlist og hljóð á heimilum“, segir hann að lokum.