Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar

IKEA hlýtur Red Dot hönnunarverðlaunin fyrir sjö vörur

11.apríl 2019 12:21

IKEA hefur hlotið sjö RED DOT hönnunarverðlaun fyrir SYMFONISK hátalarann, BRUSEN útisófann, OMTÄNKSAM borðið, SVALLET vinnulampann, FOKUSERA veggháfinn, FINSMAKARE ofninn og FINSMAKARE örbylgjuofninn/ofninn. Red Dot verðlaunin eru alþjóðleg hönnunarverðlaun sem hampa bestu vörum hvers árs.

„Við erum bæði ánægð og stolt af Red Dot verðlaununum sem IKEA hlaut fyrir árið 2019. Þau vekja ekki bara athygli á þessum frábæru vörum IKEA, heldur er þetta staðfesting á því að hönnunarspeki IKEA og vinnan að baki „Democratic Design“ gerir okkur kleift að hanna góða vöru og gera góðar lausnir aðgengilegar fjöldanum. Hvort sem hannaðir séu lampar, sófar, heimilistæki, borð eða hátalarar verður niðurstaðan frábær gæðahönnun, þar sem sjálfbærni, gæði, notagildi og verð er hluti af heildarpakkanum“ segir Evamaria Rönnegård, hönnunarstjóri hjá IKEA.

Síðastliðið ár voru yfir 5500 vörur sendar í keppnina og þær sem komust áfram voru metnar hver fyrir sig af óháðri og alþjóðlegri dómnefnd sérfræðinga. Red Dot hönnunarverðlaunin eru ein af stærstu alþjóðlegu vörukeppnum. Verðlaunahafarnir verða til sýnis á Red Dot hönnunarsafninu, stærsta safni nútímahönnunar, og verðlaunaafhendingin fer fram í Essen í júlí næstkomandi. 

SYMFONISK eru hátalarar sem hannaðir eru í samstarfi við Sonos. Þetta eru ekki einungis hátalarar því það er einnig hægt að nota þá sem hillu. Þetta gerir fólki kleift að eignast hátalara með hágæða hljómburð án þess að hann taki of mikið pláss.

SVALLET er vinnulampi sem hannaður er af einum af hönnuðum IKEA, Henrik Preutz. Hann vill meina að allir eigi skilið fallegt heimili með hagnýtum, sjálfbærum og fallegum hlutum á góðu verði. SVALLET er vinnulampi sem er unninn úr að lágmarki 20% endurunnu plasti. Einföld hönnunin gerir það að verkum að hún passar inn á flest öll heimili. Lampinn er sannkallaður vinur við skrifborðið.

Markmiðið með hönnun á FOKUSERA háfnum og FINSMAKARE ofnunum var að hanna heimilistæki sem eru endingargóð, falleg, hagnýt og á góðu verði. Það fór því langur tími í smáatriðin og við nýttum okkur notendaupplifun til gera tækin unun að vinna með,“ segir Hanna Carleke, vöru- og framleiðslustjóri hjá IKEA.

„Með OMTÄNKSAM línunni, sem þýðir umhyggja, langaði okkur að framleiða vörur sem allir viðskiptavinir okkar hagnast á, burtséð frá aldri eða stöðu,“ segir Britt Monti, hönnunarstjóri hjá IKEA. Helstu kostir OMTÄNKSAM borðsins er matta yfirborðið sem kemur í veg fyrir að rispur myndist og það lágmarkar einnig endurkast frá lýsingu sem er þægilegra fyrir augun. Það er einstaklega auðvelt að festa borðfæturna undir plötuna, en við það þarf engin verkfæri. Svo síðast en ekki síst er það einstaklega fallegt.

Hugmyndin að BRUSEN var að hanna útisófa með mjúku formi sem býður alla velkomna. Hann getur bæði staðið einn og það er hæglega hægt að nota hann með útiborði. „Mig langaði að hanna endingargóðan og líflegan sófa sem passar fullkomlega hvar sem er utandyra. BRUSEN er bæði hagkvæmur og fallegur. Málmformgerðin kemur skemmtilega á óvart og þú getur persónugert hann með púðum sem gera hann einnig notalegri,“ segir hönnuðurinn Ola Wihlborg.

Verðlaunavörurnar eru margar hverjar komnar í verslunina, en við eigum von á restinni síðari hluta þessar árs.