Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar

Nýr vörulisti IKEA

1.október 2019 16:00

Árlegur vörulisti IKEA kom í byrjun september og er að venju stútfullur af ferskum hugmyndum og fallegum vörum. Í vörulista IKEA í ár eru svefn og baðherbergi í brennidepli því okkur langar að hjálpa til við að gera heimili að endurnærandi stað. Svefn og svefnþægindi eru mjög persónubundin og því mikilvægt að finna út hvað þú þarft til að öðlast heilsusamlegan og nærandi svefn.

Örlitlar breytingar voru gerðar á vörulistanum ár en undanfarin ár höfum við alltaf raðað vörunum upp eftir herbergjum en nú stokkum við aðeins upp og gefum ykkur innsýn inn í sjö heimili þar sem búa sjö ólíkar fjölskyldur með mismunandi áherslur. Heimilin eru full af innblæstri og góðum hugmyndum fyrir þig svo þú getir látið heimilið þitt endurspegla persónuleika þeirra sem þar búa.

Heimilin sjö ná yfir rúmlega 100 síður í vörulistanum þar sem farið er á milli herbergja og sýnt hvernig skapa má samræmt heildarútlit án þess að sérstaða hvers herbergis glatist. Þú sérð þau öll í vörulista IKEA, sem þú getur skoðað hérna á vefnum eða heima í stofu.

Taktu þátt í svefnbyltingunni!