Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar

Jólastemning í IKEA

8.nóvember 2019 11:07

IKEA geitin er mætt á hólinn í Kauptúninu sem þýðir að jólin eru á næsta leiti. Um helgina hefst árleg jóladagskrá IKEA en verslunin er þegar orðin fallega skreytt með nýjum hátíðarlínum IKEA. Fjölbreytt dagskrá verður allar helgar fram að jólum, til að mynda hin sívinsæla myndataka með jólasveininum. Síðastliðin ár hafa verið teknar þúsundir mynda af börnum með þessum skemmtilega og skrýtna karli sem þau fá svo útprentaða með sér heim. Líkt og síðustu ár fyrir jól verður kynning á nokkrum tegundum af gómsætum smákökum ásamt sígilda sænska jólaglögginu sem ilmar af jólum. Gestir og gangandi geta einnig fylgst með mjög metnaðarfullri piparkökuhúsagerð og óvæntum og skemmtilegum uppákomum sem koma þér hátíðarskap.

 

Matreiðslufólk veitingastaðarins er einnig komið í hátíðarskap og á matseðlinum fram að jólum er hægt að fá úrval jólarétta eins og hátíðarkalkún, sænska jólaskinku, hangikjöt á beini ásamt rammíslensku hangikjöti. Bakarar IKEA láta sitt ekki eftir liggja því á kaffihúsinu og á veitingastaðnum er nú hægt að dekra við sig með ljúffengum jólasörum, hvítsúkkulaðimús og tiramisú, ásamt fleira góðgæti. Það er því tilvalið að koma og drekka í sig jólastemningu í IKEA.