Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar

Skref í átt að sjálfbærari framtíð

11.febrúar 2020 13:52

Á þessum árstíma finna margir fyrir þörf á að breyta til, hreinsa út og koma reglu á heimilið. Umhverfisvitund færist einnig sífellt í aukanna, bæði hjá IKEA og viðskiptavinum þess, því bættist við breitt úrval af nýjum vörum sem hafa vistvænni eiginleika, færa náttúruna inn á heimilin og létta undir tiltektina. Þar með tekur IKEA enn fleiri skref í átt að sjálfbærari framtíð.

Vistvænni vörum fer sífellt fjölgandi hjá IKEA og nýlega var ákveðið að merkja þær með grænum plús í versluninni og á vefnum svo þær séu auðfinnanlegar. Græni plúsinn þýðir að varan hefur umhverfisvænni eiginleika. Það gæti verið að hún sé unnin úr endurunnum hráefnum, að hún sé úr efni sem hægt er að endurvinna eða að hún fari sparlega með auðlindir jarðarinnar, upplýsingarnar er að finna á græna plúsnum.  

GUNDRID gardínurnar er gott dæmi um umhverfisvæna nýjung. Þær eru úr endurunnum PET-flöskum og hreinsa loft herbergisins með því að nota náttúrulega birtu til að brjóta niður helstu mengunarvalda. Handgerðu körfurnar í TJILLEVIPS línunni eru einnig umhverfisvænni kostur, hráefnin sem voru valin fyrir þær voru reyr, bambus, sjávargras, bananatrefjar, ösp og júta en þau eiga það öll sameiginlegt að vaxa hratt. IKEA kynnir einnig nýja tegund af flokkunarfötum, línan heitir HÅLLBAR og föturnar henta vel fyrir alla flokkun heimilisins.

Nýjar tímabundnar línur í versluninni eru BORSTAD og FREKVENS. BORSTAD veitir heimilinu vinalegan sveitarbrag, hjálpar til við tiltektina og auðveldar hreingerninguna með gamalreyndum aðferðum. Kjarni FREKVENS línunnar er lýsing og hljóð en hún inniheldur einnig fleira fyrir góðan gleðskap eins og vatnsvarinn púðaver og skemmtilegan borðbúnað.

Nú í febrúar bættist ein ný lína fyrir þau yngstu en það er KÄPPHÄST, hún sækir innblástur í „lovikkavantar“ (sænska vettlinga frá Lovikka) og inniheldur skemmtilegar vefnaðarvörur fyrir börn sem allar eru úr bómull af sjálfbærari uppruna.

Þetta er aðeins brot af nýju vörunum sem komu í verslunina í febrúar. Þú getur séð meira hér í nýjum bækling IKEA eða skoðað vörurnar á vefnum hér.