Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar

Heilsa og öryggi í fyrirrúmi

27.febrúar 2020 15:17

IKEA setur heilsu og öryggi viðskiptavina í forgang. Vladimir Brajkovic er vöruverkfræðingur hjá IKEA og hann segir vöruprófanir og endurgjöf viðskiptavina mikilvægar fyrir þróun og hönnun á húsbúnaði.

Öruggara líf er betra líf. Þess vegna vinnur öll IKEA samsteypan, allt frá hönnuðum og birgjum að starfsfólki í verslunum, að því að skapa öruggara heimilislíf fyrir viðskiptavini.

„Með meira en 75 ára reynslu af því að rannsaka og fylgjast með heimilislífi fólks um allan heim erum við stolt að því að þróa vörur með öryggi og gæði í fyrirrúmi,“ segir Vladimir Brajkovic.

Með vöruöryggismati og prófunum tryggir IKEA að hver vara fyrir sig sé örugg í öllu ferlinu, allt frá hugmynd, í gegnum hönnunar- og þróunarferlið, að fullbúinni vöru. Þar lætur IKEA ekki staðar numið, því eftir að varan er komin í sölu er haldið áfram að leggja mat á hana og prófa á meðan hún er í sölu til að tryggja að hún standist þær kröfur sem IKEA gerir sem og viðskiptavinir.

Vöruprófanir eru mikilvægur hluti af þróunarferli IKEA og allar vörur eru prófaðar vandlega á marga mismunandi vegu. Það eru tvær tilraunastofur í eigu IKEA, ein í Älmhult og ein í Sjanghaí í Kína. Samtals eru tilraunastofurnar tvær um 20.000 fermetrar og á þeim starfa um 250 starfsmenn í fullu starfi við að tryggja að vörurnar séu endingargóðar, sjálfbærar og öruggar í notkun. Til viðbótar við tilraunastofurnar starfar IKEA einnig með nokkrum sjálfstæðum og viðurkenndum tilraunastofum um allan heim sem framkvæma yfir milljón vöru- og efnisprófanir á hverju ári.

„Við erum alltaf að prófa öryggi, gæði og umhverfisáhrif samkvæmt fjölda mismunandi staðla á ólíkum sviðum eins og efnasambönd, eldvarnir, yfirborðsefni, tæringu, lýsingu og raftæki, notagildi og endingu, þvott og samsetningu,“ segir Brajkovic.

Allan ársins hring er upplýsingum frá viðskiptavinum safnað saman til öðlast vitneskju um hvernig fólk notar vörurnar og hver upplifun þeirra af þeim er. Allar upplýsingar eru yfirfarðar svo hægt sé að bæta vöruúrvalið með tímanum.

„Vöruöryggi er ekki aðeins mikilvægt hjá IKEA; heldur eitt af grundvallaratriðunum. Við viljum að fólk geti verið öruggt og áhyggjulaust á sínum heimilum, það er hluti af okkar sýn að gera daglegt líf þægilegra fyrir sem flesta,“ segir Brajkovic.