Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar
Planta í bolla.

Þjófstartaðu vorinu í febrúar

Þó að við þurfum að bíða svolítið lengur eftir vorinu þá er ekkert sem stöðvar þig í að undirbúa komu þess. Hér eru ýmsar leiðir til að umbreyta heimilinu í einum grænum!

Flýttu fyrir vorinu

Ef þú ert með tré eða plöntur í garðinum getur þú tekið inn afskorna grein og sett hana í vatn. Þannig færðu forsmekk af vorinu og stofustáss um leið.

Úr vetrarbúningnum

Gefðu inniplöntunum þínum þarfa og endurnærandi snyrtingu eftir langa vetrarhvíld. Haltu samt í það sem þú klippir af þeim (haltu áfram að lesa).

Kyrralífsmynd í fullum blóma

Afskorin blóm og greinar eignast auðveldlega nýtt líf í vatnsglasi. Safnaðu þeim saman og búðu til lítinn garð. Settu þau á snúningsdisk og þá er lítið mál að breyta um sjónarhorn og færa þeim öllum birtu.

"Plöntur færa þér vellíðan og það eru ótal yndislegar leiðir til að njóta þeirra. Finndu það sem hentar þér. Hvort sem þú kýst nokkrar ungplöntur, heilan frumskóg eða jafnvel gerviplöntur þá eru engar réttar eða rangar aðferðir við að umkringja sig með plöntum."

Kristina Pospelova, innanhússhönnuður hjá IKEA.

Innréttaðu með plöntum

Plöntur eru alveg jafn stór hluti af innbúi og húsgögnin þín. Ný planta í safnið eða önnur uppröðun – einstaklega þægilegt með blómapottum á hjólum – getur gert gæfumuninn fyrir rýmið, og jafnvel fært því vorlegt yfirbragð.

Fullnýttu pottinn

Ræktun krefst þess að skipta um potta af og til. Ef þú átt gamlan leirpott sem er skemmdur eða óþarfur getur þú brotið hann niður og notað brotin með gróðurmoldinni til að bæta frárennsli (og hjálpa plöntum að vaxa).

Hæfileg ólíkindi

Það er flott að raða saman plöntum en ef þú blandar saman ólíkum plöntum getur það komið enn betur út. Raðaðu saman plöntum eftir efni, formi og lit til að skapa fallegt heildarútlit.

Þú uppskerð eins og þú sáir

Plöntur eru ekki aðeins til að fegra umhverfið heldur getur þú einnig gert plönturækt að áhugamáli með nokkrum pappamálum, gróðurmold og fræjum og ræktað nýja kynslóð frá grunni.

Gefðu ungplöntunum gluggasætið.

Mars og apríl eru góðir mánuðir til að sá fræjum. Þegar plantan byrjar að spíra veistu að þú kemur til með að sjá árangur á næstu mánuðum. Spennandi framhaldssaga fyrir alla fjölskyldumeðlimi.

Náttúruleg list

Jafnvel fölnuð lauf geta eignast framhaldslíf – sem módel. Leyfðu einhverjum listrænum í fjölskyldunni að endurskapa laufið og hver veit nema það öðlist nýtt líf.

Sígrænt á veggnum

Garðrækt er ef til vill ekki fyrir alla en jafnvel bragur af plöntum – eða í þessu tilfelli mynd – getur verið nóg til að létta lund.