Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar
IKEA myndaveggur.

Heimagallerí

Það er lítið mál að gera rýmið persónulegt og einstakt með litlu heimagalleríi, þú einfaldlega blandar saman málverkum, ljósmyndum og öðrum listaverkum. Hér er einfaldur leiðarvísir að því hvernig þú getur skapað einstaka útstillingu.

IKEA myndaveggur.
IKEA myndaveggur.

1. Skipulag

Sumum þykir þægilegast að mæla allt áður en hafist er handa, en öðrum finnst best að spila þetta eftir hendinni. Það er gott að leggja myndirnar og listaverkin á gólfið til að finna út hvernig best sé að raða þeim upp. Þá getur þú prófað alls konar uppröðun áður en þú tekur endanlega ákvörðun. Þegar þú ert búin að finna þessa einu réttu er sniðugt að nota símann til að taka mynd af uppröðuninni, þá getur þú farið eftir henni þegar þú byrjar að hengja upp.

2. Einstakt listaverk

Veggurinn verður einstakur ef þú býrð til þitt eigið listaverk á hann. Það þarf ekki að vera flókið, þú getur til dæmis rammað inn fallega vefnaðarvöru eða fundið eitthvað úti í náttúrunni sem þér þykir fallegt og setur skemmtilegan svip á útstillinguna. Við erum með eitt ráð ef þú ætlar að ramma inn efni – það er mjög gott að strauja það vel fyrst.

IKEA myndaveggur.
IKEA myndaveggur.

3. Merktu vel

Þegar það er orðið tímabært að hengja listaverkin upp er sniðugt að hengja stærstu myndinni upp fyrst á miðjan vegginn. Þegar þessi miðja listaverkanna er komin upp er þægilegt að vinna út frá henni og taka rammana sem eru næstir í stærðaröðinni og enda svo á að setja minnstu rammana yrst.

4. Persónulegur veggur

Nú þegar við framköllum ekki lengur allar myndir sem við tökum leynast mörg listaverk í tölvum og símum, þetta er kjörið tækifæri til að fara í gegnum gamlar myndir, prenta út og setja í alls konar ramma. Ef þú finnur ekkert þar getur verið mjög gaman að fara með myndavélina eða jafnvel símann út í náttúruna eða mynda fjölskyldumeðlimi og vini.