Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar

HJÄRTELIG

Staldraðu við

Margir gera sér grein fyrir því að andleg og tilfinningaleg vellíðan er jafn mikilvæg líkamlegri heilsu og getur jafnframt haft mikil áhrif á hana. Nútímalífstíll okkar er annasamur og honum fylgir oft mikil streita og skortur á tengingu við náttúruna, og jafnvel okkur sjálf, en HJÄRTELIG línan býður okkur að nema staðar og taka okkur hlé á daglegu lífi, þó ekki sé nema í stutta stund.

Hvort sem við leggjum rækt við jóga eða plöntur eða einfaldlega slökum á meðal fallegra og náttúrulegra efna snýst HJÄRTELIG línan um þessi augnablik sem við notum til að ná áttum og endurnærast.

Smelltu hér til að skoða HJARTELIG línuna

Smelltu hér til að skoða HJARTELIG á Pinterest síðunni okkar

Hlýleg, náttúruleg og falleg

Með allt frá fjölhæfu rúmi til að teygja úr sér að jógasetti fyrir þægilegar æfingar og ilmandi kertum sem gefa róandi andrúmsloft ...

HJÄRTELIG línan inniheldur húsgögn, innanhússmuni og jógasett sem er hannað til að stuðla að ánægjulegu umhverfi fyrir hvíld, slökun og rólegar æfingar. Húsbúnaðurinn er hannaður af nærgætni og býr yfir léttu og kyrrlátu yfirbragði en einnig miklu notagildi og góðri endingu fyrir daglegt heimilislíf.

Í línunni er lögð sérstök áhersla á falleg og náttúruleg efni sem höfða til og örva skilningarvitin og hjálpa okkur að ná fótfestu. Róandi yfirbragð, traustvekjandi áferð og náttúrulegur ilmur – allt þetta gerir HJÄRTELIG línuna að hversdagslegri nautn sem ber að njóta.

Eiginleikar í efninu

Öll efni í HJÄRTELIG línunni búa yfir mikilvægum og þægilegum eiginleikum og því eru vörurnar tilvaldar fyrir daglega notkun. Efnin eru í aðalhlutverki og svara almennri þörf fólks fyrir að vera í nánari tengslum við náttúruna.

IKEA vill vera leiðandi afl í sjálfbærum efnivið og aðferðum. Í dag eru um 98% af öllu efni í vörum og pakkningum endurnýjanleg, endurunnin eða endurvinnanleg. Markmiðið er þó alltaf að gera enn betur. Þess má geta að frá því í september árið 2015 hefur öll IKEA bómull verið endurunnin eða ræktuð á sjálfbærari hátt þannig að bómullarbændurnir beri meira úr býtum. Fyrir árið 2020 verður allur viður endurunninn eða vottaður af Forest Stewardship Council (FSC).

Önnur náttúruleg efni í línunni, eins og korkur, hör, reyr og sjávargras, eru nógu sterk fyrir daglega notkun. Að auki skila þau langtímahagnaði þar sem þau er hægt að rækta og vinna á sjálfbærari hátt.