Þægindi og slökun eru alltumlykjandi í svefnherbergi unga parsins og ungbarnsins. „Minna er meira“ er kjörorð þeirra, sama hvort átt er við barnahornið eða vel nýttu fataskápana. Friðsæll samfelldur svefn er ekki það eina jákvæða við herbergið – með því að nýta það sem er nú þegar til og kaupa ekki meira en þau þurfa spara þau fyrir því sem skiptir raunverulega máli.

Ef „notalegt“ væri heiti á lit

Hlýlegi brúni liturinn á veggjunum ásamt gráum og dröppuðum lit færir svefnherberginu friðsælt andrúmsloft. Stílhreinu bómullarrúmfötin, ljósi viðurinn og bambusinn henta stemningunni einnig ákaflega vel.

Einfaldur fatastíll

Þegar barnahúsgögnin bættust við var nauðsynlegt fyrir parið að grisja fataskápinn og halda bara eftir sígildu flíkunum. Þær eru geymd í fyrirferðarlitlum bambusfataskáp og skápum með skúffum undir glugganum.

Búðu þig undir góða hvíld

Upp í rúm á skikkanlegum tíma? Tékk! Vatnsglas til reiðu? Tékk! Föt morgundagsins hangandi og tilbúin til notkunar? Þrefalt tékk! Til hamingju; þín bíður verulega notaleg kvöldstund.

Það allra nauðsynlegasta

Reglulegir matmálstímar og fjöldinn allur af lúrum er nánast það eina sem ungbarn þarfnast. Foreldrarnir völdu að hafa barnahornið stílhreint með öruggum og endingargóðum hlutum sem vaxa með litla barninu.

Tími fyrir breytingar


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X