Close
Fara í körfu
Close

HUGMYNDIR FYRIR HEIMILIÐ


Fullkomna heimilið er ekki til. Okkur finnst að heimilið eigi að vera fullkomin endurspeglun á fólkinu sem þar býr. Þar sem allt lítur út eins og þú vilt að það líti út, virkar eins og þú vilt að það virki, og það sem skiptir mestu máli, lætur þér líða vel án þess að það kosti þig aleiguna. Þess vegna höfum við tekið saman fjölda hugmynda fyrir heimilið, allt frá skreytingum til skipulags, og innblástur til að gera heimilið þitt umhverfisvænna. Þannig hefur þú verkfærin til að búa þér heimili sem lætur þér líða vel.

AVSIKTLIG línan

09.05.17

Samstarf IKEA við hönnunarhópinn 10-gruppen var líflegt og litríkt. AVSIKTLIG línan inniheldur heilan fjársjóð af mynstrum sem bera þess merki. Þetta er tímabundin vörulína sem inniheldur allt frá borðbúnaði og vefnaðarvöru að stólum og snögum, í takmörkuðu magni. Ekki láta þessa litagleði framhjá þér fara!

STOCKHOLM línan

09.04.17

Loksins er nýja STOCKHOLM línan komin. Vandlega valið safn af vörum sem hannaðar eru til að passa við það sem þú átt heima og unnið úr náttúrlegum hráefnum eins og reyr, handblásnu gleri og aski.

IKEA ART EVENT 2017

07.04.17

Í apríl kynnir IKEA ART EVENT 2017 - vörulínu sem inniheldur 12 plaköt með handteiknuðum myndum eftir vel valda listamenn frá öllum heimshornum. IKEA hefur um langt skeið gert fólki um allan heim kleift að eignast hönnununarhúsgögn á hagstæðu verði. Með þriðju innsetningu ART EVENT höldum við áfram að því markmiði okkar að gera einni myndlist aðgengilega sem flestum.

SLADDA hjól

04.04.17

Það er IKEA sérstök ánægja að bjóða SLADDA reiðhjólið velkomið í vöruúrvalið. SLADDA er hjól fyrir bæði kynin, það krefst lítils viðhalds og svo fást ýmsar viðbætur sem auka öryggið og notagildið til muna. SLADDA er heilsusamlegur kostur í verslunarleiðangurinn, vinnuna eða bæjarrúntinn.

JASSA

22.02.17

Við kynnum JASSA línuna Undir áhrifum frá hönnunarhefðum Indónesíu og Suðaustur-Asíu, eru allar handunnu JASSA vörurnar úr náttúrulegum efnum. Hugsunin að baki línunni er að slaka á og hafa gaman - að gera það saman og að fara örlítið á svig við reglurnar. Fæst aðeins í takmarkaðan tíma.

IKEA PS 2017

02.02.17

IKEA PS er fyrir þá allra sjálfstæðustu. Fyrir þá frjálsu sem hafna vinna-borða-sofa-rútínunni og þá sem gefa lítið fyrir venjur. Biðja ekki um leyfi fyrir öllu. Velja frelsi og tækifærin sem því fylgja. IKEA PS línan er hönnuð fyrir þessa einstaklinga.

SPRIDD 

24.01.17

SPRIDD línan er fyrir fólk sem er alltaf á ferðinni og sem vill einfalt (og miklu skemmtilegra) líf, á ferð og flugi. Línan er væntanleg í febrúar og fæst í takmarkaðan tíma.

EKET

01.02.17

Möguleikarnir eru svo sannarlega óteljandi þegar EKET hirslurnar eru annars vegar.

VALLENTUNA

10.11.16

Vörulínan var hönnuð út frá hugmyndinni að hægt væri að nýta einingar sem sæti, hirslu eða svefnpláss.

ELVARLI

05.12.16

Lítil heimili eru ekki þekkt fyrir að hafa mikið skápapláss. En hvað ef þú þyrftir engan skáp?

ALGOT

25.05.16

Hannað til að passa hvar sem er á heimilinu. ALGOT býður upp á frábærar hirslur sem fullnýta plássið. Snjöll hönnun með hreinum línum sem þýðir að þú færð mikið geymslupláss án þess að þurfa að fórna stílnum. Hirslurnar eru endingargóðar, blettaþolnar og það er auðvelt að halda þeim hreinum.

ELDHÚS

17.08.16

Draumaeldhúsið er ekki eins fyrir öllum – heldur það sem hentar þér og það sem þér finnst vera fallegt. Það gerir matreiðsluna ánægjulega, og þrifin eftir hana auðveldari. Og það nýtist þínu rými best, svo það sé nægilegt rými fyrir þína hluti og allt uppáhalds fólkið þitt – um ókomin ár.

RAFHLÖÐUR

12.07.16

Nú er komin ný lína af hleðslurafhlöðum sem gera skiptinguna yfir í hleðslurafhlöður lítið mál og þú þarft ekki lengur að gera þér ferð út í búð þegar fjarstýringin deyr. Rafhlöðurnar gera fólki ekki einungis kleift að lifa sjálfbærara lífi heima, heldur hjálpa hleðslurafhlöður einnig til við að vernda auðlindir jarðarinnar.