Close

Hugmyndir fyrir heimilið og væntanlegar línur


Fullkomna heimilið er ekki til. Okkur finnst að heimilið eigi að vera fullkomin endurspeglun á fólkinu sem þar býr. Þar sem allt lítur út eins og þú vilt að það líti út, virkar eins og þú vilt að það virki, og það sem skiptir mestu máli, lætur þér líða vel án þess að það kosti þig aleiguna. Þess vegna höfum við tekið saman fjölda hugmynda fyrir heimilið, allt frá skreytingum til skipulags, og innblástur til að gera heimilið þitt umhverfisvænna. Þannig hefur þú verkfærin til að búa þér heimili sem lætur þér líða vel.

industriell

Fullkomlega ófullkomin

Hannað í samstarfi við hinn rómaða hollenska hönnuð, Piet Hein Eek.

lurvig

Staldraðu við

Margir gera sér grein fyrir því að andleg og tilfinningaleg vellíðan er jafn mikilvæg líkamlegri heilsu og getur jafnframt haft mikil áhrif á hana.

lurvig

LURVIG línan er væntanleg í júní

Við bjóðum fjórfætlinga velkomna í fjölskylduna og kynnum með stolti LURVIG gæludýralínuna.

delaktig

DELAKTIG

Búðu þig undir DELAKTIG, fjölhæfan grunn sem varð til út frá samstarfi IKEA við Tom Dixon, sérfræðing í iðnhönnun. Nú er komið að þér - bættu við lampa, færðu bakið, bættu við armi eða skiptu um áklæði. DELAKTIG er það sem þú vilt.

omedelbar

OMEDELBAR

Nýr og ferskur andi svífur yfir vötnum í nýrri vörulínu sem IKEA vann í samstarfi við tískufrömuðinn Bea Åkerlund. OMEDELBAR inniheldur einstakar vörur eins og stóra pípuhatta úr gleri, kyssilega púða og áberandi vefnaðarvöru.

bjornarp

BJÖRNARP

Glær útstillingakassi er eins og lítið safn fyrir þýðingamikla hluti. Notaðu þessar hugmyndir til að slaka á, spara pening, gera gott við þig og rifja upp góðar stundir.

Fyrirtæki

Það er kominn matartími!

Hvernig nestistýpa ert þú? Tekur þú með þér afganga af kvöldmatnum eða undirbýrð þú alla vikuna á sunnudögum?

Fyrirtæki

Fegurðin í einfaldleikanum

Fegurðin í einfaldleikanum Samstarfi IKEA og danska hönnunarfyrirtækisins HAY hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Nú styttist í að vörurnar komi í verslunina. Viðskiptavinir eiga svo sannarlega von á góðu því línan inniheldur glæsilegt úrval af vörum, allt frá stærri húsbúnaði eins og sófum og stofuborðum, að smærri hlutum eins og uppfærðri útgáfu af bláa pokanum okkar.

Fyrirtæki

Snjallar hugmyndir og innblástur fyrir fyrirtækið þitt

Hvort sem þú ert að hefja rekstur eða vilt taka fyrirtækið þitt skrefinu lengra, þá getum við aðstoðað. Við eigum vörurnar sem þig vantar í þeim stíl sem þú vilt hafa. Við bjóðum upp á hagnýtar þjónustuleiðir sem geta hjálpað þér að láta draumana um persónulega og notalega aðstöðu rætast.

FLISAT

FLISAT barnalínan

Börnin vaxa hratt og áhuginn breytist oft fljótt. FLISAT er vörulína sem inniheldur stílhrein barnahúsgögn sem mörg hver er hægt að nýta á ýmsa vegu með því að hækka, lækka og bæta við aukahlutum, allt eftir þroska og stærð barnsins.

STOCKHOLM línan

STOCKHOLM línan

Loksins er nýja STOCKHOLM línan komin. Vandlega valið safn af vörum sem hannaðar eru til að passa við það sem þú átt heima og unnið úr náttúrlegum hráefnum eins og reyr, handblásnu gleri og aski.

IKEA PS 2017 línan

IKEA PS 2017

IKEA PS er fyrir þá allra sjálfstæðustu. Fyrir þá frjálsu sem hafna vinna-borða-sofa-rútínunni og þá sem gefa lítið fyrir venjur. Biðja ekki um leyfi fyrir öllu. Velja frelsi og tækifærin sem því fylgja. IKEA PS línan er hönnuð fyrir þessa einstaklinga.

EKET línan

EKET

Möguleikarnir eru svo sannarlega óteljandi þegar EKET hirslurnar eru annars vegar.

VALLENTUNA línan

VALLENTUNA

Vörulínan var hönnuð út frá hugmyndinni að hægt væri að nýta einingar sem sæti, hirslu eða svefnpláss.

ELVARLI línan

ELVARLI

Lítil heimili eru ekki þekkt fyrir að hafa mikið skápapláss. En hvað ef þú þyrftir engan skáp?

ALGOT línan

ALGOT

Hannað til að passa hvar sem er á heimilinu. ALGOT býður upp á frábærar hirslur sem fullnýta plássið. Snjöll hönnun með hreinum línum sem þýðir að þú færð mikið geymslupláss án þess að þurfa að fórna stílnum. Hirslurnar eru endingargóðar, blettaþolnar og það er auðvelt að halda þeim hreinum.

RAFHLÖÐUR

RAFHLÖÐUR

Nú er komin ný lína af hleðslurafhlöðum sem gera skiptinguna yfir í hleðslurafhlöður lítið mál og þú þarft ekki lengur að gera þér ferð út í búð þegar fjarstýringin deyr. Rafhlöðurnar gera fólki ekki einungis kleift að lifa sjálfbærara lífi heima, heldur hjálpa hleðslurafhlöður einnig til við að vernda auðlindir jarðarinnar.