Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar

INDUSTRIELL línan

Fullkomlega ófullkomin

Hannað í samstarfi við hinn rómaða hollenska hönnuð, Piet Hein Eek. INDUSTRIELL línan er okkar leið til að breyta fjöldaframleiddri einsleitni í einstakar vörur sem búa yfir fallegum og ófullkomnum handgerðum eiginleikum sem þú sérð og finnur fyrir.

Skoðaðu INDUSTRIELL línuna

Skoðaðu INDUSTRIELL á Pinterest síðunni okkar

INDUSTRIELL húsgögn

Eek kynnist IKEA

Piet Hein Eek er frægur fyrir að nota hluti sem annars hefði verið fleygt til að búa til falleg húsgögn sem nú er hægt að berja augum á hótelum og í galleríum um allan heim.

Piet var að kynna línu á húsgagnasýningu í Mílanó þegar hann hitti Karin Gustavsson, listrænan stjórnanda hjá IKEA, og hugmynd að samstarfi spratt upp.

Piet Hein Eek
INDUSTRIELL borð og stólar
INDUSTRIELL hægindastóll

„Það kom í ljós að ég hafði lengi vel átt sömu hugmyndir og IKEA um að gæða vörur einstökum og persónulegum eiginleikum en halda í fjöldaframleiðslu."

Piet Hein Eek, hönnuður.

„Handgert – fjöldaframleitt: Fyrstu eintökin eru handgerð og notuð til að gera mót til að framleiða vörurnar í miklu magni.“

Piet Hein Eek, hönnuður.

INDUSTRIELL borðbúnaður

Línan er áhugaverð og óvænt og notar náttúrulegt hráefni á óvenjulegan hátt. Litir og áferð eru breytileg og því býr INDUSTRIELL yfir miklum karakter.