Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar

Innkallanir

IKEA innkallar HEROISK og TALRIKA diska, skálar og bolla vegna hættu á að þau brotni og valdi bruna

IKEA

IKEA hvetur viðskiptavini sem eiga HEROISK og TALRIKA borðbúnað að taka hann úr notkun og skila í IKEA þar sem hann verður að fullu endurgreiddur.


Öryggi er alltaf efst á forgangslista IKEA og því hefur verið ákveðið að innkalla HEROISK og TALRIKA borðbúnað þar sem hætta er á að hann brotni og valdi hugsanlega bruna ef innihaldið er heitt. Allar vörur IKEA eru prófaðar og standast viðeigandi reglugerðir og staðla. Þrátt fyrir það höfum við fengið tilkynningar um að þessi vara eigi það til að brotna.


IKEA hvetur alla sem eiga HEROISK og TALRIKA diska, skála og bolla til að skila þeim og fá að fullu endurgreitt. Kvittun er ekki skilyrði fyrir endurgreiðslu.


Nánari upplýsingar eru veittar í þjónustuveri í síma 520 2500 og á IKEA.is.


IKEA biðst velvirðingar á óþægindum sem þetta kanna að valda.