Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar
Close

Innkallanir

IKEA innkallar LURVIG vatnsskammtara fyrir gæludýr vegna köfnunarhættu

11.07.2018

IKEA innkallar LURVIG vatnsskammtara fyrir gæludýr vegna hættu á að hundar eða kettir festi höfuðið í honum. IKEA hvetur viðskiptavini til að hætta notkun á vatnsskammtaranum og skila honum. Ekki er nauðsynlegt að sýna greiðslukvittun til að fá endurgreitt.

IKEA hafa borist tvær tilkynningar um að hundar hafi fest höfuðið í vatnskúplinum. Engar tilkynningar hafa borist hér á landi og aðeins voru átta eintök seld hér á landi.

„Við vitum að gæludýr eru elskaðir fjölskyldumeðlimir margra viðskiptavina okkar. Hjá IKEA setjum við öryggið ávallt í fyrsta sæti og þess vegna höfum við tekið ákvörðun um að innkalla vatnsskammtarann,“ segir Petra Axdorff, vörustjóri hjá IKEA of Sweden AB.

IKEA innkallar PENDLA rafhlaupahjól vegna hættu á að það brotni 

02.07.2018

IKEA innkallar PENDLA rafhlaupahjólið vegna hættu á að brettið sem staðið er á brotni og valdi slysum. IKEA hvetur viðskiptavini til að hætta notkun á hlaupahjólinu og skila því í verslunina. Ekki er nauðsynlegt að sýna greiðslukvittun til að fá endurgreitt.

IKEA hafa borist tilkynningar um atvik þar sem brettið brotnaði og í einu þessara tilvika urðu minniháttar meiðsl. Ekkert tilvikanna var á Íslandi. PENDLA rafhlaupahjól hefur verið selt í fjórum löndum undanfarið ár; Austurríki, Svíþjóð, Íslandi og Portúgal.

„Við vitum að margir viðskiptavina okkar eru hrifnir af PENDLA rafhlaupahjólinu sínu. Við hvetjum þó alla til að skila því og fá að fullu endurgreitt. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kanna að valda,“ segir Petra Axdorff, vörustjóri hjá IKEA of Sweden AB.

IKEA þakkar viðskiptavinum sínum fyrir að sýna skilning.

Nánari upplýsingar eru veittar í þjónustuveri í síma 520 2500.

IKEA innkallar SLADDA reiðhjól vegna hættu á að beltadrifið slitni 

24.05.2018

IKEA innkallar SLADDA reiðhjólið vegna ófullnægjandi öryggis beltadrifsins, sem kemur í stað hefðbundinnar keðju á hjólinu. Beltadrifið getur slitnað fyrirvaralaust og þannig leitt til falls. IKEA innkallar því SLADDA reiðhjólið í varúðarskyni og hvetur viðskiptavini til að hætta notkun þess. IKEA hafa borist ellefu tilkynningar um óhöpp, engin þeirra á Íslandi.

SLADDA reiðhjólið hlaut Red dot hönnunarverðlaunin og hefur verið til sölu á 26 mörkuðum. Það var selt á Íslandi frá ágúst 2016 til nóvember 2017. Við erum stolt af hönnun hjólsins og þeim áformum okkar að skapa sjálfbæran samgöngukost í þéttbýli. Við vitum líka að margir viðskiptavinir okkar elska SLADDA reiðhjólið sitt, en öryggið er ávallt í fyrsta sæti í IKEA.

Viðskiptavinir sem eiga SLADDA reiðhjól eru beðnir að hætta notkun þess og skila því í IKEA verslunina og fá að fullu endurgreitt. Fylgihlutir sem sérhannaðir eru til notkunar með SLADDA verða einnig endurgreiddir.

IKEA biðst velvirðingar á hvers kyns óþægindum sem þetta kanna að valda og þakkar viðskiptavinum fyrir skilninginn.

Nánari upplýsingar er að finna á IKEA.is og í þjónustuveri í síma 520 2500.