+

Betri borðsiðir með vel völdum borðstofustólum

Við erum allskonar – bæði þegar kemur að persónuleika og stærð – og eðlilegt að við kjósum að sitja í ólíkum stólum. Því er upplagt að bjóða upp á stóla sem henta ólíkum þörfum til að skapa notalegan stað til að borða, vinna og leika – jafnvel klukkutímum saman.

Því fleiri, því betra

Fellistólar koma sér einstaklega vel þegar þú þarft aukasæti. Þú getur auðveldlega tekið þá til hliðar og jafnvel hengt þá á vegg þegar þeir eru ekki í notkun.

Fyrir millibilsástandið

Við eigum öll skilið að sitja í þægindum, sama hversu há í loftinu við erum. Barnastóll er tilvalinn fyrir tímabilið þegar ungbarnastóll er of hár og borðstofustóll of lágur.

Falla eins og flís við rass

Endur fyrir löngu var reglan sú að allir stólar í kringum borðstofuborðið ættu að vera eins – en sumar reglur eru afar brothættar! Við erum öll ólík og því ættu stólarnir að vera það líka.

Snúðu þér að samræðunum

Í snúningsstól geta gestirnir hreyft sig aðeins án þess að fara frá borði. Upplagt fyrir fólk sem á erfitt með að sitja kyrrt í lengri tíma.

Sittu aðeins lengur

Hefðbundinn borðstofustóll er ekki fyrir alla og því er tilvalið að bæta við hægindastól fyrir þá sem vilja aðeins meiri lúxus. Borðhald með stólum sem henta gestunum er enn ánægjulegra þar sem fólk getur notið samverunnar lengur í þægindum.


Aftur efst
X