Fjölnýtin húsgögn blása nýju lífi í stofuna

Þú getur nýtt stofuna betur en þú heldur, jafnvel þó hún sé í smærri kantinum. Allir geta fengið sitt eigið pláss – til að gera eitthvað saman eða í einrúmi. Lykillinn er að aðgreina svæði, velja húsgögn sem sinna fleiru hlutverki en einu og jafnvel að færa húsgögn frá veggnum.

Sófi sem snýr sér að efninu

Sófi í miðju rými sem snýr að vegg skiptir rýminu í mismunandi svæði og færir öllum tilvalinn stað til að njóta bíómynda og leikja.

Láttu skjáinn hverfa

Þó sjónvarpsskjárinn sé stór þarf hann ekki að vera miðpunktur herbergisins, eða jafnvel veggsins. Prýddu veggplássið í kringum sjónvarpið með innrammaðri list til að láta það hverfa inn í umhverfið – þar til það er komið að því að skína.

Sófi drauma þinna

Sófarúm hjálpar þér að fullnýta plássið í stofunni. Þú getur setið í þægindum á daginn og sofið værum svefni á næturnar. Þegar þú dregur hann út og nærð í rúmfötin eru draumarnir aðeins handan við hornið.

Deilum og drottnum

Opnar hillur færa þér dýrmætt hirslupláss og svið fyrir skrautmunina, þær geta einnig aðskilið rýmið og fært þér næði.

Gott fyrir samveru og kúr

Svefnsófi er aðeins eitt húsgagn en það þjónar tveimur hlutverkum. Hann færir þér góðan stað til að sitja og slaka á, spila borðspil og spjalla. Svo þegar augnlokin eru farin að þyngjast er hann tilvalinn fyrir lúr eða jafnvel nætursvefn.

Tómstundaskot

Með örfáum einföldum viðbótum getur þú skapað hinn fullkomna stað til að njóta tímans sem þú færð út af fyrir þig – jafnvel þó fjölskyldan sé skammt undan. Hvort sem þú ert að lesa, slaka á eða skapa þá þarft þú aðeins hægindastól, skemil og lítið borð. Notalegur púði myndi heldur ekki skemma fyrir.

Bættu við mýkt

Púðar og teppi gera allt mýkra og þægilegra og færa að auki rýminu stíl. Stílhreint og milt eða bjart og litríkt – þitt er valið.

Aftur efst
+
X