Það snýst um að vera besta útgáfan af sjálfum sér og laða fram þa besta í fari annarra.
Við leitum sífellt að nýjum og betri leiðum fram á við.
IKEA er ekki eins og önnur fyrirtæki og þannig viljum við hafa það.
Við viljum vera drifkraftur jákvæðra breytinga, í dag og fyrir komandi kynslóðir.
Við skorum sífellt á okkur og aðra að gera meira úr minna án þess að fórna gæðum.
Þegar við treystum hvert öðru, erum jákvæð og framsýn veitir það öllum innblástur til að leggja sitt af mörkum í þróun IKEA.
Við erum sterk þegar við treystum hvert öðru, þegar við stefnum í sömu átt og skemmtum okkur í samstarfinu.
Einfaldleiki snýst um að vera samkvæmur sjálfum sér og vera með báða fætur á jörðinni
Árangur IKEA byggir á reyndu og hæfileikaríku starfsfólki sem er tilbúið að leggja sig fram og sýna frumkvæði. Við leggjum ríka áherslu á að laða að okkur metnaðarfullt, jarðbundið og jákvætt starfsfólk.
Við ráðningu er tekið mið af hæfni, þekkingu og reynslu umsækjenda og leitast við að velja þann sem hæfir starfinu og gildum fyrirtækisins sem best.
Gott starfsumhverfi er lykilþáttur í að starfsmönnum líði vel og geti sinnt starfi sínu eins vel og mögulegt er. Við stuðlum að því á hverjum degi, meðal annars með því að tileinka okkur jákvæð samskipti, gott upplýsingaflæði, gagnkvæma virðingu og faglega stjórnun. Enn fremur er ýtt undir jákvæðan og heilbrigðan starfsanda með reglulegum viðburðum, upplýsingafundum og námskeiðum svo eitthvað sé nefnt.
Stuðlað er að heilbrigði og vellíðan meðal annars með því að bjóða upp á heilsufarsráðgjöf, árlegar heilsufarsmælingar, aðgengi að hollum og næringarríkum mat í mötuneyti starfsmanna, sveigjanleika í starfi og viðburði sem efla starfsanda og vellíðan í starfi.
Mikilvægur liður í að viðhalda starfshvata og ánægju er að starfsmönnum gefist kostur á að þróast í starfi. Starfsmönnum IKEA býðst að taka þátt í ýmsum námskeiðum og fræðslu, færa sig til í starfi og vinna sig upp í ábyrgðarmeiri stöður. Það er á ábyrgð hvers og eins starfsmanns að sækjast eftir því að þróa sína færni. Hver er sinnar gæfu smiður!
Stuðlað er að því að starfsmenn eigi auðvelt með samræma einkalíf og vinnu. Við sýnum því skilning og berum virðingu fyrir fjölskyldu- og einkalífi starfsmanna. Þannig náum við árangri saman.
Fjölbreytni er lykill að velgengni. Að vera við sjálf og leggja okkar af mörkum með sérstöðu okkar fær okkur öll til að vaxa. Hjá IKEA, fögnum við öllum víddum fjölbreytileikans. Fjölbreyttur vinnustaður án aðgreiningar er góður fyrir vinnufélagana, viðskiptavini okkar og viðskipti. Umhyggja fyrir fólki og fjölbreytni felst í gildum okkar og sýn. Við leggjum áherslu á að skapa vinnuumhverfi þar sem allir eru velkomnir, virtir, studdir og vel metnir, sama hverjir þeir eru eða hvaðan þeir koma. Við erum fullviss um að sérstaða allra einstaklinga geri IKEA betri.
Jafnréttisáætlun
Með jafnréttisáætlun IKEA vill fyrirtækið tryggja að hver einstaklingur sé metinn að eigin verðleikum og fyllsta jafnræðis sé gætt meðal starfsmanna. Kynbundin mismunun hjá fyrirtækinu er óheimil, í hvaða formi sem er. Jafnréttisáætlun IKEA er framfylgt með neðangreindum hætti:
Fylgst er með framgangi mannauðsstefnu okkar, meðal annars með mánaðarlegum mælingum á lykiltölum, árlegri vinnustaðagreiningu og starfsmannasamtölum.
Vöru bætt við óskalistinn þinn
Vara fjarlægð frá óskalistinn þinn