Það er unun að sjá unglinga í hvetjandi og skapandi umhverfi sem styður við þá og auðveldar þeim að vaxa og dafna. Skrifborð sem fleiri geta safnast saman um, þægileg aðstaða fyrir vinina, góð lýsing fyrir allar athafnir og fullt af snjöllum hirslum.

Betri stóll fyrir betri einkunnir

Stóllinn er mikilvægur fyrir fólk á öllum aldri. Aðstaðan getur jafnvel haft áhrif á frammistöðu barna og unglinga í skóla. Þægilegur stóll með stillanlegri hæð auðveldar langar setur og hann vex með hverju barni.

Skoðaðu skrifborðsstóla fyrir heimilið

Fullkomnaðu skrifborðið með hjólavagni

Það er auðvelt að halda skrifborðinu snyrtilegu með því að setja hlutina á skipulegan hátt í nytsamlegan hjólavagn sem gerir allt aðgengi þægilegt. Svo þegar þú ert ekki að vinna við skrifborðið getur þú rúllað honum þangað sem þú vilt vera.

Skoðaðu hjólavagna

Skipulag fyrir hitt og þetta

Það vantar alltaf stað fyrir smáhluti. Gerðu þessa litlu hirslu einstaka með því að mála eða skreyta hana á þinn hátt.

Skoðaðu aukahluti á skrifborðið

Gefðu rýminu upplyftingu með myndahillu

Teikningar og skreytingar yfir notalegu horninu gerir rýmið hlýlegra. Myndahilla gerir þér kleift að skipta út hlutum eða breyta til.

Skoðaðu veggskreytingar

Veldu hirslu – og náttborð

Er þetta náttborð eða hirsla sem fer undir rúmið? Þetta er bæði! Fylltu það og renndu því undir. Eða rúllaðu því hálfvegis út undan rúminu og þá er komið lítið borð fyrir bækurnar og tækin þegar heimalærdómurinn fer með upp í rúm.

Skoðaðu barnahúsgögn

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X