Motta dempar hljóð, skapar mýkt og veitir þægindi. Persónulegur smekkur og stíll hafa mikið að segja þegar kemur að vali á mottu, enda setur motta talsverðan svip á borðstofuna. Þó eru fleiri hlutir sem gott er að hafa í huga við val á hinni fullkomnu mottu undir borðstofuborðið.

Rétta stærðin

Meginreglan er sú að motta á að vera stærri en borðstofuborðið. Gott er að miða við að hún nái 60 til 70 sentímetra út fyrir borðið á öllum hliðum. Þá eru borstofustólarnir ennþá á mottunni þegar þeir eru dregnir undan. Gott ráð er að merkja svæðið með límbandi til að sjá hvernig mottan kemur út áður en þú kaupir hana.

Skoðaðu allar mottur

Hönnun sem afmarkar borðstofuna

Mottur eru fullkomnar til að afmarka borstofuna frá stofunni. Dökk motta undir ljósu borði – og öfugt – skapar mótvægi sem kemur vel út. Ef börn búa á heimilinu þá getur gólfhlíf komið sér einstaklega vel!

Skoðaðu mottur

Rétta flosið

Það er mun auðveldara að renna stólunum fram og til baka á flatofinni mottu eða mottu með lágu flosi. Að auki eru þannig mottur auðveldari í þrifum. Þó það fækki aðeins valkostunum þá er fjöldinn allur af litríkum, listrænum og jafnvel einstökum handgerðum mottum til að velja úr.

Fleiri mottur sem koma vel út undir borðstofuborði

Skoðaðu allar mottur

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X